Ferill 964. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 1875  —  964. mál.
Fyrirspurn


til félags- og barnamálaráðherra um örorkumat og endurhæfingarlífeyri.

Frá Ágústi Ólafi Ágústssyni.


     1.      Hver var árlegur fjöldi umsókna um örorkumat árin 2017, 2018 og 2019, hver hefur fjöldinn verið það sem af er árinu 2020 og hversu margir umsækjendur voru hvert ár á bilinu 18–20 ára, 21–30 ára, 31–40 ára, 41–50 ára, 51–60 ára og 61 árs eða eldri?
     2.      Hve mörgum þessara umsókna, eftir sömu flokkun og að framan, var hafnað á þeim forsendum að endurhæfing væri ekki fullreynd?
     3.      Hve mörgum umsóknum um örorkumat, eftir sömu flokkun og að framan, var hafnað árlega og hvert var hlutfall þeirra af heildarfjölda umsókna?
     4.      Hver var árlegur fjöldi umsókna um endurhæfingarlífeyri eftir sömu flokkun og að framan?
     5.      Hve mörgum umsóknum um endurhæfingarlífeyri, eftir sömu flokkun og að framan, var hafnað á grundvelli þess að:
                  a.      fyrirliggjandi endurhæfingaráætlun teldist ekki uppfylla skilyrði 7. gr. laga nr. 99/2007, um félagslega aðstoð,
                  b.      ekki þættu rök fyrir því að meta endurhæfingartímabil fram yfir fyrstu 18 mánuði greiðslu endurhæfingarlífeyris,
                  c.      36 mánaða endurhæfingartímabili væri lokið?
     6.      Hve mörgum umsóknum um endurhæfingarlífeyri var hafnað í heild eftir sömu flokkun og að framan?


Skriflegt svar óskast.