Ferill 833. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Prentað upp.

Þingskjal 1885  —  833. mál.
Leiðrétting. Fyrirspyrjandi.




Svar


sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við fyrirspurn frá Andrési Inga Jónssyni um ræstingarþjónustu.


     1.      Hvernig er ræstingu sinnt hjá ráðuneytinu og stofnunum þess? Óskað er sundurliðunar eftir stofnunum og að fram komi kostnaður árið 2019 þar sem þjónustan var aðkeypt og meðalfjöldi stöðugilda árið 2019 þar sem ræstingu er sinnt af starfsfólki á launaskrá.
    Stofnanir með aðkeypta þjónustu og kostnaður:

Kostnaður 2019
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið 6.286.402
Fiskistofa, starfsstöð í Hafnarfirði 2.133.282
Hafrannsóknastofnun 7.451.304
Matvælastofnun 5.925.357

    Fiskistofa er með sex starfsstöðvar. Á starfsstöðvum á Akureyri, Hornafirði og Ísafirði er ræsting hluti af húsaleigusamningum. Í starfsstöðvum í Stykkishólmi og Vestmannaeyjum samsvarar hvort stöðugildi um sig 34% starfshlutfalli. Ræsting í starfsstöð í Hafnarfirði er aðkeypt, sjá töflu hér fyrir framan.

     2.      Á hvaða hátt tryggir verkkaupi að ekki sé um félagsleg undirboð að ræða í þeim tilvikum þegar ræstingu er útvistað?
    Í útboðsskilmálum Ríkiskaupa um ræstingarþjónustu fyrir ráðuneytið er gerð krafa um að verktaki tryggi að allir starfsmenn hans fái laun og starfskjör í samræmi við gildandi kjarasamninga hverju sinni og að aðstæður þeirra séu í samræmi við löggjöf á sviði vinnuverndar. Þá er áskilið að verktaki leggi fram gögn því til staðfestingar sé þess óskað. Sambærilegar kröfur eru til staðar í útboðsskilmálum hjá Fiskistofu og Hafrannsóknastofnun. Slík klausa er ekki til staðar í samningum sem Matvælastofnun hefur gert. Samkvæmt upplýsingum frá stofnuninni leggur hún traust á að aðilar í ræstingu, eins og í öðrum geirum, fylgi kjarasamningum sem og lögum og reglum.