Ferill 822. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 1886  —  822. mál.




Svar


ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra við fyrirspurn frá Birni Leví Gunnarssyni um lögbundin verkefni Neytendastofu.


     1.      Hvaða lögbundnu verkefnum sinnir Neytendastofa?
    Neytendastofa er ríkisstofnun sem starfa skal að stjórnsýsluverkefnum á sviði neytendamála, vöruöryggismála, opinberrar markaðsgæslu og mælifræði, svo sem nánar er kveðið á um í lögum um Neytendastofu, nr. 62/2005.
    Neytendastofa fer með stjórnsýsluverkefni á sviði neytendamála eins og nánar er kveðið á um í eftirfarandi lögum:
    Lög um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu, nr. 57/2005.
    Lög um rafræn viðskipti og aðra rafræna þjónustu, nr. 30/2002.
    Lög um þjónustuviðskipti á innri markaði Evrópska efnahagssvæðisins, nr. 76/2011.
    Lög um neytendalán, nr. 33/2013.
    Lög um skiptileigusamninga fyrir afnot af húsnæði í orlofi eða frístundum o.fl., nr. 120/2013.
    Lög um neytendasamninga, nr. 16/2016.
    Lög um fasteignalán til neytenda, nr. 118/2016.
    Lög um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun, nr. 95/2018.
    Lög um úrskurðaraðila á sviði neytendamála, nr. 81/2019.
    Lög um þjóðfána Íslendinga og ríkisskjaldarmerkið, nr. 34/1944, sbr. lög nr. 28/2016.
    Lög um lögbann og dómsmál til að vernda heildarhagsmuni neytenda, nr. 141/2001.
    Neytendastofa fer með stjórnsýsluverkefni á sviði markaðsgæslu eins og nánar er kveðið á um í eftirfarandi lögum:
    Lög um öryggi vöru og opinbera markaðsgæslu, nr. 134/1995.
    Lög um skipti á upplýsingum um tæknilegar reglur um vörur og fjarþjónustu, nr. 57/2000.
    Lög um vörur unnar úr eðalmálmum, nr. 77/2002.
    Vopnalög, nr. 16/1998, sbr. lög nr. 77/2015.
    Lög um rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur, nr. 87/2018.
    Lög um rafræna auðkenningu og traustþjónustu fyrir rafræn viðskipti, nr. 55/2019.
    Neytendastofa fer með stjórnsýsluverkefni á sviði mælifræði eins og nánar er kveðið á um í eftirfarandi lögum:
    Lög um mælingar, mæligrunna og vigtarmenn, nr. 91/2006.
    Um hlutverk og verkefni Neytendastofu er nánar vísað til heimasíðu stofnunarinnar: www.neytendastofa.is.

     2.      Hver er áætlaður heildarkostnaður lögbundinna verkefna Neytendastofu og hver er áætlaður kostnaður hvers verkefnis samkvæmt fjárlögum fyrir árið 2020?
    Kostnaði er ekki deilt niður á hvert lögbundið verkefni í fjárlögum, heldur er gerð grein fyrir fjárheimildum vegna hvers málefnasviðs og málaflokks og þeim skipt niður í fjárveitingar til einstakra verkefna og ríkisaðila sem birtast í fylgiriti fjárlaga hverju sinni. Neytendastofa heyrir undir málefnasvið 16 og málaflokk 16.10. Samkvæmt fylgiriti fjárlaga 2020 er gert ráð fyrir að stofnunin hafi til ráðstöfunar 288,9 millj. kr. til að sinna lögbundnum verkefnum sínum. Skiptist framlagið annars vegar í 237,4 millj. kr. framlag úr ríkissjóði og hins vegar 51,5 millj. kr. rekstrartekjur.