Ferill 714. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 1894  —  714. mál.
2. umræða.



Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum á sviði landbúnaðar og matvæla vegna einföldunar regluverks og stjórnsýslu.

Frá meiri hluta atvinnuveganefndar (LRM, ÁsF, HSK, NTF, ÓÍ, RBB, SPJ).


     1.      Í stað a–b-liðar 1. gr. komi einn nýr stafliður svohljóðandi: 2. mgr. orðast svo: Þeir einir mega stunda dýralækningar hér á landi sem hlotið hafa til þess leyfi Matvælastofnunar og skulu dýralæknar undirrita eiðstaf þar að lútandi. Ráðherra setur í reglugerð nánari fyrirmæli um veitingu leyfis til dýralækninga.
     2.      Á eftir 1. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
                      Í stað orðsins „ráðherra“ í 1. mgr. 10. gr. laganna kemur: Matvælastofnunar.
     3.      Við 5. gr.
                  a.      A-liður orðist svo: Í stað 1. málsl. 1. mgr. koma tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Óheimilt er að flytja til landsins, framleiða eða pakka hér á landi áburði, sáðvöru, lyfjablönduðu fóðri, fóðuraukefnum og forblöndum þeirra nema tilkynna þær vörur fyrst og láta skrá hjá Matvælastofnun sem staðfestir skráningu vörunnar. Sama gildir um fóður sem flutt er inn frá ríkjum utan Evrópska efnahagssvæðisins.
                  b.      1. málsl. efnismálsgreinar b-liðar orðist svo: Framleiðendum og innflytjendum er skylt fyrir 1. febrúar ár hvert að tilkynna til Matvælastofnunar heildarmagn innflutts og framleidds fóðurs á undangengnu ári.
     4.      Efnismálsliður a-liðar 6. gr. orðist svo: Matvælafyrirtæki sem starfrækja fiskeldisstöðvar og eru með gilt rekstrarleyfi samkvæmt lögum um fiskeldi þurfa ekki starfsleyfi fyrir frumframleiðslu og er ekki skylt að tilkynna slíka framleiðslu til Matvælastofnunar áður en hún hefst.
     5.      Við 7. gr.
                  a.      B-liður verði a-liður og orðist svo: Í stað orðsins „Ráðherra“ í 2. og 3. málsl. kemur: Matvælastofnun.
                  b.      Í stað „4. málsl.“ í c-lið komi: 3. málsl.
     6.      9. gr. falli brott.
     7.      V. kafli, Breyting á lögum um afréttamálefni, fjallskil o.fl., nr. 6/1986, með síðari breytingum, falli brott.
     8.      Í stað a–b-liðar 16. gr. komi nýr stafliður, svohljóðandi: Í stað orðanna „yrkisréttarnefndar, sbr. 22. gr.“ í 2. málsl. kemur: Matvælastofnunar.
     9.      17. gr. orðist svo:
                  a.      Í stað orðanna „yrkisréttarnefndar“ í 1. mgr. og „Yrkisréttarnefnd“ í 5. mgr. 3. gr. laganna og sömu orða hvarvetna annars staðar í lögunum kemur, í viðeigandi beygingarfalli: Matvælastofnun.
                  b.      Í stað orðanna „nefndin“ í 5. mgr. 3. gr., „nefndinni“ í 2. mgr. 8. gr., „nefndarinnar“ í 2. mgr. 9. gr. og „nefndina“ í 1. tölul. 2. mgr. 14. gr. laganna og sömu orða hvarvetna annars staðar í lögunum kemur, í viðeigandi beygingarfalli: stofnunin.
     10.      Á eftir 18. gr. komi ný grein, svohljóðandi: Fyrirsögn V. kafla laganna verður: Viðurlög o.fl.
     11.      Á eftir 18. gr. komi nýr kafli, Breyting á lögum um breytingu á lögum um matvæli, lögum um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr og lögum um lífræna landbúnaðarframleiðslu (eftirlit, upplýsingagjöf), nr. 33/2018, með einni grein, svohljóðandi:
                      Í stað orðanna „1. janúar 2021“ í 7. gr. kemur: 1. janúar 2022.
     12.      Í stað orðanna „Frá sama tíma“ í 2. mgr. 19. gr. komi: Við gildistöku laga þessara.