Ferill 894. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 1919  —  894. mál.




Svar


dómsmálaráðherra við fyrirspurn frá Birni Leví Gunnarssyni um lögbundin verkefni dómstóla.


     1.      Hvaða lögbundnu verkefnum sinna Héraðsdómur Austurlands, Héraðsdómur Norðurlands eystra, Héraðsdómur Norðurlands vestra, Héraðsdómur Reykjaness, Héraðsdómur Reykjavíkur, Héraðsdómur Suðurlands, Héraðsdómur Vestfjarða, Héraðsdómur Vesturlands, Landsréttur og Hæstiréttur Íslands?
    Í stjórnarskrá lýðveldisins Íslands, nr. 33/1944, er kveðið á um að dómendur fari með dómsvaldið og að allir eigi rétt á að fá úrlausn um réttindi sín og skyldur eða um ákæru á hendur sér um refsiverða háttsemi fyrir dómstóli. Þannig er það lögbundið verkefni dómstóla, hvort sem það eru héraðsdómstólar, Landsréttur eða Hæstiréttur Íslands að dæma í málum sem fyrir þá eru lögð til úrlausnar. Nánar er svo kveðið á um málsmeðferð fyrir dómi í lögum um meðferð einkamála, nr. 91/1991, og lögum um meðferð sakamála, nr. 88/2008. Um dómstólaskipunina, skipun dómara og starfsemi dómstóla er nánar kveðið á um í lögum um dómstóla, nr. 50/2016.

     2.      Hver er áætlaður heildarkostnaður lögbundinna verkefna hvers dómstóls og hver er áætlaður kostnaður hvers verkefnis samkvæmt fjárlögum fyrir árið 2020?
    Fjárframlög til dómstólanna fjárlögum fyrir árið 2020 eru 3.379,3 millj. kr. Þar er svo nánar greint á milli fjárframlaga til dómstólasýslunnar og héraðsdómstólanna, Landsréttar og Hæstaréttar Íslands. Hvorki er lögum um opinber fjármál, gildandi fjárlögum frá Alþingi né í bókhaldi stofnana gert ráð fyrir að fjárreiður þeirra séu sundurgreindar eftir einstökum lögbundnum verkefnum.