Ferill 714. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 1920  —  714. mál.
2. umræða.Breytingartillaga


við frumvarp um breytingu á ýmsum lögum á sviði landbúnaðar og matvæla vegna einföldunar regluverks og stjórnsýslu.

Frá Þorgerði K. Gunnarsdóttur.


     1.      4. gr. orðist svo:
                      Eftirfarandi breytingar verða á IV. kafla laganna:
                  a.     7. gr. orðast svo:
                           Öllum framleiðendum búvara, eða fyrirsvarsaðilum þeirra, er heimilt að semja     við afurðastöð eða afurðastöðvar um hvers konar vinnslu afurða og afurðaverð.
                  b.     8., 11., 13. og 15.–17. gr. falla brott.
                  c.     Fyrirsögn kaflans verður: Samningar um vinnslu afurða og afurðaverð.
     2.      Á eftir 4. gr. komi tvær nýjar greinar, svohljóðandi:
                   a.     (5. gr.)
                        2. mgr. 76. gr. laganna fellur brott.
                   b.     (6. gr.)
                        2. málsl. 78. gr. laganna fellur brott.

Greinargerð.

    Með breytingartillögunni er lagt til að verðlagsnefnd búvara verði lögð niður og þannig stuðlað að jafnræði bænda á markaði og að verðmyndun verði í samræmi við almenn markaðslögmál. Tilgangur þessa er að draga úr miðstýringu verðmyndunar og auka sjálfstæði bænda sem framleiðenda á markaði. Með því að leggja niður verðlagsnefnd búvara verður unnið að því að gera styrkjakerfi landbúnaðarins gagnsærra.