Ferill 691. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 1925  —  691. mál.




Svar


umhverfis- og auðlindaráðherra við fyrirspurn frá Birni Leví Gunnarssyni um samninga samkvæmt lögum um opinber fjármál.


     1.      Hvaða samninga sem í gildi eru hefur ráðuneytið og stofnanir þess gert skv. 40. og 41. gr. laga um opinber fjármál?
     2.      Samkvæmt hvaða heimild hefur hver þeirra verið gerður, sbr. heimildir í fyrrnefndum lagagreinum?
     3.      Hver er gildistími hvers samnings?
     4.      Fellur gildistími einhvers samnings utan ákvæða 40. og 41. gr. laganna? Sé svo, hvers vegna?
     5.      Hver er samanlögð árleg fjárskuldbinding hvers samnings og hvert er hlutfall hennar af árlegri fjárveitingu þess ríkisaðila sem ber ábyrgð á samningnum?
     6.      Hvaða stefnumörkun samkvæmt gildandi fjármálaáætlun liggur til grundvallar hverjum samningi fyrir sig?
     7.      Hvenær var síðast metið hvort hver samningur uppfyllti kröfur um umfang og gæði eins og gert er ráð fyrir í 5. mgr. 40. gr. laga um opinber fjármál?
     8.      Við hvaða gæðamælikvarða var miðað í tilviki hvers samnings?
     9.      Hafa verið gerðir samningar um framkvæmdir, rekstur eða afmörkuð verkefni sem falla utan 40. eða 41. gr. laga um opinber fjármál?
     10.      Eru í gildi samningar sem gerðir voru fyrir gildistöku laga um opinber fjármál, nr. 123/2015?


    Fyrirspurnin tekur til samninga sem gerðir eru skv. 40. gr. og 41. gr. laga um opinber fjármál, nr. 123/2015, en einnig er spurt um samninga um framkvæmdir, rekstur eða afmörkuð verkefni sem falla utan 40. gr. og 41. gr. og þá er spurt um hvort í gildi séu samningar sem gerðir voru fyrir gildistöku laga um opinber fjármál.
    Hvað umhverfis- og auðlindaráðuneytið og stofnanir þess varðar falla engir samningar undir fyrirspurnina aðrir en samningar sem heyra undir 40. gr. og þá nánar tiltekið undir 3. mgr. 40. gr. sem fjallar um samninga sem ríkisaðilum er heimilt að gera án atbeina fjármála- og efnahagsráðherra og hlutaðeigandi ráðherra. Hér er um að ræða samninga til lengri tíma en eins árs en skemmri tíma en fimm ár þar sem árleg fjárskuldbinding samnings er undir 15% af árlegri fjárveitingu til ríkisaðila. Í svarinu er ekki gerð sérstök grein fyrir samningum þar sem árleg samningsfjárhæð er undir 5 millj. kr. Þannig er ekki gerð sérstök grein fyrir samningum um smærri rekstrarverkefni sem hægt er að segja upp með stuttum fyrirvara og snúa að daglegum rekstri og skrifstofuhaldi viðkomandi ríkisaðila.
    Í töflu hér að aftan eru svör við 1.–3., 5.–8. og 10. tölul. fyrirspurnarinnar en svar við 4. og 9. tölul. fyrirspurnarinnar er nei.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.