Ferill 135. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 1926  —  135. mál.
2. umræða.Frávísunartillaga


í málinu: Frumvarp til laga um breytingu á lögum um almannatryggingar, nr. 100/2007 (fjárhæð bóta).

Frá Ásmundi Friðrikssyni.


    Mikilvægt er að málið fái frekari skoðun og að áhrif þess á afkomu ríkissjóðs og á afkomu þeirra hópa sem falla undir lög um almannatryggingar, nr. 100/2007, verði metin til fulls. Við umfjöllun velferðarnefndar um málið kom fram að ekki væri sjálfgefið að tenging fjárhæða bóta við launavísitölu leiddi alltaf til hækkunar bóta umfram þróun fjárhæða samkvæmt gildandi lögum. Er því lagt til að skipaður verði starfshópur sem fái það verkefni að kortleggja áhrif frumvarpsins, meta áhrif þess á afkomu ríkissjóðs og skoða hvaða leiðir séu færar til þess að ná fram þeim markmiðum sem að er stefnt í frumvarpinu.
    Í ljósi umfangs málsins og þeirra sjónarmiða sem að framan hafa verið rakin er lagt til að málinu verði vísað til félags- og barnamálaráðherra sem skipi starfshóp sem verði falið að meta hvernig auka megi á skýrleika og fyrirsjáanleika í þróun fjárhæða skv. 69. gr. laga um almannatryggingar.