Ferill 23. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 1927  —  23. mál.
2. umræða.



Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni, nr. 65/1974 (varsla).

Frá Halldóru Mogensen.


    2. gr. orðist svo: Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2021.

Greinargerð.

    Við meðferð málsins komu fram athugasemdir sem sneru að því að nauðsynlegt væri að gefa nægan tíma til að undirbúa setningu reglugerðar sem kvæði á um það magn efna sem talist gæti til eigin nota. Þannig mætti koma í veg fyrir þá réttaróvissu sem skapast mundi við gildistöku laganna þangað til að umrædd reglugerð hefur verið sett. Er því lagt til að gildistöku verði frestað um nokkurra mánaða skeið svo að ráðherra gefist færi á að setja umrædda reglugerð.