Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1958, 150. löggjafarþing 701. mál: sjúkratryggingar (stjórn og eftirlit).
Lög nr. 92 7. júlí 2020.

Lög um breytingu á lögum um sjúkratryggingar, nr. 112/2008, með síðari breytingum (stjórn og eftirlit).


1. gr.

     Orðin „að fenginni tillögu stjórnar stofnunarinnar“ í 1. málsl. 1. mgr. 7. gr. laganna falla brott.

2. gr.

     Í stað 1. málsl. 1. mgr. 45. gr. laganna koma tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Sjúkratryggingastofnunin skal hafa eftirlit með starfsemi samningsaðila og þeirra þjónustuveitenda sem þiggja greiðslur á grundvelli gjaldskrár sem stofnunin setur, sbr. 38. gr. Eftirlitið miðar að því að tryggja að tegundir, magn, gæði, kostnaður og árangur þjónustu sé í samræmi við gerða samninga eða eftir atvikum að reikningsgerð sé í samræmi við veitta þjónustu og gjaldskrá stofnunarinnar.

3. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 46. gr. laganna:
  1. Í stað orðsins „þann“ í 2. málsl. kemur: eða kalla eftir þeim.
  2. Lokamálsliður fellur brott.


4. gr.

     50. gr. laganna orðast svo:
     Sjúkratryggingastofnuninni er heimil vinnsla persónuupplýsinga, þar á meðal viðkvæmra persónuupplýsinga um heilsufar, lyfjanotkun og heilbrigðisþjónustu einstaklinga, til að sinna lögbundnum skyldum sínum, þar á meðal eftirliti samkvæmt lögum þessum og að uppfylltum skilyrðum laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Við þá vinnslu skal einnig gætt að ákvæðum laga um réttindi sjúklinga eftir því sem við á. Miðlun slíkra gagna fer í gegnum örugga vefgátt sjúkratryggingastofnunarinnar sem er með aðgangsstýringum, rekjanleika og dulkóðun.
     Stofnuninni er heimilt að starfrækja gagnagrunna og miðla upplýsingum úr þeim svo sem nánar er kveðið á um í lögum þessum og að uppfylltum skilyrðum laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.

5. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 29. júní 2020.