Ferill 950. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 1985  —  950. mál.




Svar


samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra við fyrirspurn frá Oddnýju G. Harðardóttur um ráðningar einstaklinga með skerta starfsgetu.


     1.      Hve margir einstaklingar með skerta starfsgetu, sbr. lög um jafna meðferð á vinnumarkaði, starfa í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu?
    Enginn einstaklingur með skerta starfsgetu starfar hjá ráðuneytinu eins og er.

     2.      Hefur stefna verið mótuð fyrir ráðuneytið um ráðningar einstaklinga með skerta starfsgetu?
    Ekki hefur verið mótuð sérstök stefna um ráðningar einstaklinga með skerta starfsgetu en ráðuneytið er í samstarfi við Vinnumálastofnun og Virk um ráðningar í gegnum úrræði sem sérstaklega eru ætluð einstaklingum með skerta starfsgetu. Í mannauðsstefnu Stjórnarráðsins kemur fram að allt starfsfólk á að eiga möguleika á að geta nýtt hæfileika sína í starfi og skal ekki sæta mismunun af nokkrum toga. Tekur þetta m.a. til starfsfólks með skerta starfsgetu.