Ferill 828. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 1988  —  828. mál.




Svar


félags- og barnamálaráðherra við fyrirspurn frá Andrési Inga Jónssyni um ræstingarþjónustu.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hvernig er ræstingu sinnt hjá ráðuneytinu og stofnunum þess? Óskað er sundurliðunar eftir stofnunum og að fram komi kostnaður árið 2019 þar sem þjónustan var aðkeypt og meðalfjöldi stöðugilda árið 2019 þar sem ræstingu er sinnt af starfsfólki á launaskrá.
     2.      Á hvaða hátt tryggir verkkaupi að ekki sé um félagsleg undirboð að ræða í þeim tilvikum þegar ræstingu er útvistað?


    Félagsmálaráðuneytið ásamt fleiri ráðuneytum gerði samning í lok árs 2014 við Daga hf. í kjölfar útboðs Ríkiskaupa á ræstingum fyrir húsnæði ráðuneytisins í Skógarhlíð. Öll ræsting er unnin samkvæmt þeim samningi.
    Við vinnslu á þessari fyrirspurn var óskað eftir upplýsingum frá stofnunum ráðuneytisins og byggist svarið á þeim upplýsingum. Eftirfarandi tafla sýnir kostnað félagsmálaráðuneytisins ásamt stofnunum sem tilheyra ráðuneytinu vegna þjónustu við ræstingar. Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar er í sama húsnæði og ráðuneytið og kemur því ekki að samningum um ræstingar.
    
Kostnaður árið 2019, kr. Umsjón ræstingar
Félagsmálaráðuneytið 3.279.914 Dagar hf.
Barnaverndarstofa 3.736.302 Hreint ehf.
Fjölmenningarsetur 975.279 Massi þrif ehf.
Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins 5.617.000 Ræsting BT
Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar 471.028 Eru í húsnæði ráðuneytisins
Mannvirkjastofnun/Íbúðalánasjóður 5.591.175 Hreinar línur ehf.
Ríkissáttasemjari Samkvæmt kjarasamningi Starfsmaður/ launþegi
Tryggingastofnun ríkisins 8.991.260 Dagar hf.
Umboðsmaður skuldara 2.183.306 Dagar hf.
Úrskurðarnefnd velferðarmála 732.622 Dagar hf.
Vinnueftirlit ríkisins 7.200.000 Ræsting BT
Vinnumálastofnun 21.993.883 Dagar hf.
Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu
2.080.343

Hreint ehf.

Barnaverndarstofa.
    Stofnunin er með 1,15 stöðugildi við ræstingar auk aðkeyptrar þjónustu.
Íbúðalánasjóður.
    Varðandi skrifstofur sjóðsins á Sauðárkróki eru þrif í höndum einstaklings í verktakavinnu þar sem slík ræstingafyrirtæki eru ekki til staðar.

Ríkissáttasemjari.
    Hjá ríkissáttasemjara er ræstingum sinnt af starfsmönnum á launaskrá og greitt eftir kjarasamningi Eflingar – stéttarfélags og fjármála- og efnahagsráðherra. Stöðugildi er eitt.

Vinnueftirlitið.
    Þrenns konar fyrirkomulag eru á ræstingu húsnæðis Vinnueftirlitsins. Stofnunin hefur samið beint við verktaka um að sinna ræstingu á húsnæði stofnunarinnar í Reykjavík og á Reykjanesi. Þá hefur stofnunin ráðið starfsfólk til að sinna þrifum á starfsstöðvum sínum á Akureyri, Ísafirði og Akranesi en á öðrum stöðum annast rekstrarfélög viðkomandi húsnæðis ræstinguna.
    Fjöldi stöðugilda starfsfólks sem sinnti ræstingu hjá Vinnueftirlitinu á sl. ári voru samtals 0,5 á þremur starfsstöðvum stofnunarinnar

Vinnumálastofnun.
    Á þremur skrifstofum er þjónustan aðkeypt:
    Vinnumálastofnun Reykjavík      13.917.444 kr.
    Vinnumálastofnun Suðurlands     1.438.488 kr.
    Vinnumálastofnun Suðurnesja     994.535 kr.
     Samtals               16.350.467 kr.

    Á hinum skrifstofunum fjórum er starfsfólk á launaskrá, eitt stöðugildi á hverjum stað og skiptist með eftirfarandi hætti:
    Vinnumálastofnun Vesturlands     829.051 kr.
    Fæðingaorlofssjóður Hvammstanga     1.652.718 kr.
    Greiðslustofa Skagaströnd     1.722.396 kr.
    Vinnumálastofnun Norðurlands eystra     1.439.251 kr.
     Samtals               5.643.416 kr.

    Gerð er krafa í útboðsskilmálum Ríkiskaupa fyrir ráðuneytið og stofnanir þess um að verksali tryggi að hann greiði starfsfólki sínu laun sem ekki eru undir lágmarkslaunum. Verksali er einnig ábyrgur fyrir því að laun og starfskjör séu í samræmi við gildandi kjarasamninga hverju sinni og aðstæður þeirra séu í samræmi við löggjöf á sviði vinnuverndar. Sé þess óskað ber verksala að leggja fram fullnægjandi gögn því til staðfestingar.