Ferill 829. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 2006  —  829. mál.




Svar


fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn frá Andrési Inga Jónssyni um ræstingarþjónustu.


     1.      Hvernig er ræstingu sinnt hjá ráðuneytinu og stofnunum þess? Óskað er sundurliðunar eftir stofnunum og að fram komi kostnaður árið 2019 þar sem þjónustan var aðkeypt og meðalfjöldi stöðugilda árið 2019 þar sem ræstingu er sinnt af starfsfólki á launaskrá.
    Hér er sundurliðaður kostnaður vegna ræstinga hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu og stofnunum þess árið 2019:

Bankasýsla ríkisins – aðkeypt þjónusta 502.802 kr.
Fjármála- og efnahagsráðuneytið – aðkeypt þjónusta 10.895.211 kr.
Framkvæmdasýsla ríkisins – aðkeypt þjónusta 1.417.449 kr.
Fjársýsla ríkisins – aðkeypt þjónusta 5.413.985 kr.
Ríkiseignir – aðkeypt þjónusta 827.411 kr.
Ríkiskaup – aðkeypt þjónusta 2.560.907 kr.
Skattrannsóknarstjóri ríkisins – aðkeypt þjónusta 1.257.913 kr.
Skatturinn – ríkisskattstjóri – aðkeypt þjónusta 21.029.257 kr.
og ræstingu sinnt af starfsfólki í hlutastörfum, samtals um 1,5 stöðugildi
6.865.636 kr.
Skatturinn – tollstjóri – aðkeypt þjónusta 15.897.744 kr.
Yfirskattanefnd – aðkeypt þjónusta 1.737.104 kr.

     2.      Á hvaða hátt tryggir verkkaupi að ekki sé um félagsleg undirboð að ræða í þeim tilvikum þegar ræstingu er útvistað?
    Í þeim tilvikum þar sem ræsting hefur verið boðin út á vegum Ríkiskaupa inniheldur útboðslýsing kröfu um að seljandi skuli tryggja og bera ábyrgð á að allir starfsmenn hans, undirverktaka eða frá starfsmannaleigu sem koma að framkvæmd samnings fái laun, starfskjör, sjúkra- og slysatryggingar og önnur réttindi í samræmi við samninginn, gildandi kjarasamninga og lög hverju sinni. Verði misbrestur þar á er verkkaupa heimilt að segja samningi upp án fyrirvara. Framangreint skal eiga við óháð lengd starfstíma starfsmanns. Seljandi skal uppfylla skyldur sínar sem notendafyrirtæki samkvæmt lögum um starfsmannaleigur ef þjónusta slíkra fyrirtækja er notuð og ábyrgist gagnvart verkkaupa að starfsmenn á vegum starfsmannaleiga njóti réttinda samkvæmt íslenskum lögum og kjarasamningum.