Ferill 831. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 2025  —  831. mál.
Svar


mennta- og menningarmálaráðherra við fyrirspurn frá Andrési Inga Jónssyni um ræstingarþjónustu.


     1.      Hvernig er ræstingu sinnt hjá ráðuneytinu og stofnunum þess? Óskað er sundurliðunar eftir stofnunum og að fram komi kostnaður árið 2019 þar sem þjónustan var aðkeypt og meðalfjöldi stöðugilda árið 2019 þar sem ræstingu er sinnt af starfsfólki á launaskrá.
    Leitað var svara hjá þeim stofnunum sem undir mennta- og menningarmálaráðuneyti heyra og fengust svör frá 34 stofnunum auk svara frá ráðuneytinu.
    Fimm stofnanir eru hvoru tveggja með starfsfólk á launaskrá sem sér um ræstingu og kaupa jafnframt út hluta af þjónustunni. Kemur það fram í meðfylgjandi töflu.

Stofnun Kostnaður aðkeypt þjónusta Stöðugildi starfsfólks á launaskrá
Borgarholtsskóli 4,6 stöðugildi
Fjölbrautaskólinn í Garðabæ 2,5 stöðugildi
Fjölbrautaskólinn við Ármúla 21.075.931
Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra 3,4 stöðugildi
Fjölbrautaskóli Snæfellinga 2.871.194
Fjölbrautaskóli Suðurlands 11 starfsmenn
Fjölbrautaskóli Suðurnesja 26.869.437
Fjölbrautaskóli Vesturlands 3 stöðugildi
Flensborgarskólinn í Hafnarfirði 16.342.823
Framhaldsskólinn á Laugum 2 stöðugildi
Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu 282.172 Er í höndum Sveitarfélagsins Hornafjarðar
Kvennaskólinn í Reykjavík 4 stöðugildi
Listasafn Íslands 4.027.000
Menntaskóli Borgarfjarðar 1 stöðugildi
Menntaskólinn að Laugarvatni 3 stöðugildi
Menntaskólinn á Akureyri 4,6 stöðugildi
Menntaskólinn á Tröllaskaga 2 starfsmenn í hlutastörfum ásamt öðrum störfum
Menntaskólinn í Reykjavík 9.610.674 3,4 stöðugildi
Menntaskólinn við Hamrahlíð 1.500.000 6,1 stöðugildi
Verkmenntaskóli Austurlands 3 stöðugildi
Verkmenntaskólinn á Akureyri 1.295.510 8 stöðugildi
Kvikmyndamiðstöð Íslands 0,2 stöðugildi
Minjastofnun Íslands 1.650.393
Þjóðleikhúsið 3 stöðugildi
Þjóðskjalasafn Íslands 5.249.057
Hljóðbókasafn Íslands 798.874
Menntamálastofnun 3.355.024
Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra 3.122.394
Lánasjóður íslenskra námsmanna 3.885.733
Háskólinn á Akureyri 16.464.102 3,5 stöðugildi
Háskólinn á Hólum 1 stöðugildi
Rannsóknamiðstöð Íslands 3.960.393
Listasafn Einars Jónssonar 0,2 stöðugildi
Gljúfrasteinn – Hús skáldsins 0,2 stöðugildi
Mennta- og menningarmálaráðuneytið 9.996.334

     2.      Á hvaða hátt tryggir verkkaupi að ekki sé um félagsleg undirboð að ræða í þeim tilvikum þegar ræstingu er útvistað?
    Í svörum við spurningu um tryggingu á að ekki sé um félagsleg undirboð að ræða við útvistun ræstingar kemur oftast fram að ákvæði þar að lútandi komi fram í samningum, að skoðun hafi farið fram á viðkomandi fyrirtæki eða að stéttarfélög verktaka hafi eftirlit.