Ferill 861. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 2026  —  861. mál.
Svar


sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við fyrirspurn frá Jóni Gunnarssyni um fjölda umsókna um starfsleyfi.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hversu margar umsóknir eru í vinnslu eða bíða úrvinnslu hjá stofnunum og úrskurðarnefndum á málefnasviði ráðherra um álit og leyfi til þess að hefja undirbúning og hönnun, framkvæmdir og/eða atvinnurekstur? Svar óskast sundurliðað eftir stofnunum og úrskurðarnefndum og upplýsingum um hvenær umsóknirnar bárust.

    Á málefnasviði ráðherra veita Matvælastofnun og Fiskistofa álit og leyfi til þess að hefja undirbúning, hönnun, framkvæmdir eða atvinnurekstur. Rétt er að geta þess að sem hluti af aðgerðaáætlun sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til næstu þriggja ára um einföldun regluverks stendur nú yfir vinna við einföldun afgreiðsluferla vegna leyfisveitinga og bætta þjónustu við leyfisumsækjendur. Fyrirhugað er að ráðherra flytji lagafrumvarp um málið á næsta löggjafarþingi.
    Hjá Matvælastofnun eru 20 leyfisumsóknir til meðferðar vegna vinnslu matvæla. Um er að ræða umsóknir um fiskvinnslu, mjólkurvinnslu og grænmetisvinnslu. Í ákveðnum tilfellum hefur stofnunin veitt skilyrt leyfi til starfseminnar og er þá heimilt að hefja starfsemina. Starfsemin er síðan tekin út að ákveðnum tíma liðnum og ef allar kröfur eru uppfylltar er leyfið gefið út. Þær umsóknir eru merktar með (SL) á listanum. Samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun er fyrirhugað að afgreiða elstu umsóknir um fiskvinnslu á eftirgreindum lista fljótlega, en töf hefur orðið á afgreiðslu þessara mála af tilteknum ástæðum.

Fiskvinnsla Mjólkurvinnsla Grænmetisvinnsla
Nr. Dags. umsóknar Nr. Dags. umsóknar Nr. Dags. umsóknar
1 3.5.2017 (SL) 1 10.6.2020 1 4.12.2019
2 5.4.2018
3 15.11.2018
4 3.12.2018
5 16.4.2019
6 3.12.2019
7 6.1.2020 (SL)
8 15.1.2020
9 3.2.2020
10 21.2.2020
11 27.2.2020 (SL)
12 30.3.2020 (SL)
13 15.4.2020 (SL)
14 12.5.2020 (SL)
15 22.5.2020 (SL)
16 25.5.2020 (SL)
17 1.6.2020
18 3.6.2020

    Hjá Matvælastofnun eru 39 umsóknir um rekstrarleyfi vegna fiskeldis til meðferðar, þar af 14 vegna sjókvíaeldis og 25 vegna landeldis. Rétt þykir að benda á að í mörgum tilvikum er sótt um rekstrarleyfi þrátt fyrir að umhverfismatsferli hjá Skipulagsstofnun sé ekki lokið. Í þeim tilvikum er umsókn í bið hjá Matvælastofnun og ekki tekin til meðferðar fyrr en því ferli er lokið. Jafnframt hefur í mörgum eftirgreindra umsókna vinnsla þeirra tafist vegna þess að umsækjandi hefur ekki skilað inn fullnægjandi gögnum. Hefur það kallað á tímafrek samskipti við umsækjendur um skil á réttum upplýsingum og eðli máls tafið umsóknarferlið.
    Loks má vísa til þess að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra kynnti hinn 27. mars sl. 15 aðgerðir til að bregðast við áhrifum kórónuveirunnar á íslenskan landbúnað og sjávarútveg. Meðal þeirra aðgerða var að flýta afgreiðslu rekstrarleyfa í fiskeldi og er sú vinna í gangi hjá Matvælastofnun í samstarfi við ráðuneytið.

Sjókvíaeldi Landeldi
Nr. Dags. umsóknar Nr. Dags. umsóknar
1 23.3.2015 1 13.9.2017
2 1.9.2016 2 15.9.2017
3 1.3.2017 3 26.9.2017
4 22.5.2017 4 31.1.2018
5 28.8.2018 5 16.7.2018
6 11.1.2019 6 25.7.2018
7 28.1.2019 7 25.7.2018
8 16.5.2019 8 28.11.2018
9 20.5.2019 9 15.2.2019
10 20.5.2019 10 28.2.2019
11 21.5.2019 11 8.3.2019
12 22.5.2019 12 3.5.2019
13 24.5.2019 13 8.5.2019
14 18.6.2019 14 8.5.2019
15 23.10.2019
16 23.10.2019
17 13.11.2019
18 14.11.2019
19 19.11.2019
20 14.1.2020
21 15.1.2020
22 16.1.2020
23 17.1.2020
24 19.2.2020
25 23.3.2020

    Á sviði fóðurs, áburðar og meltu eru 15 umsóknir til meðferðar hjá Matvælastofnun. Í ákveðnum tilfellum hefur verið veitt skilyrt leyfi til starfseminnar, sem þýðir að starfsemi er hafin. Starfsemi er þá tekin út innan þriggja mánaða og ef allar kröfur eru uppfylltar er leyfi gefið út.

Nr. Tegund vinnslu Dags. umsóknar
1 Fóður 16.3.2020
2 Fóður 15.5.2020
3 Áburður 25.5.2020
4 Meltuvinnsla 30.3.2020
5 Meltuvinnsla 3.3.2020
6 Meltuvinnsla 9.9.2020 (SL)
7 Meltuvinnsla 9.9.2020 (SL)
8 Meltuvinnsla 9.8.2019
9 Meltuvinnsla 17.7.2019
10 Meltuvinnsla 17.7.2019
11 Meltuvinnsla 17.7.2019
12 Meltuvinnsla 17.7.2019
13 Söfnun matarolíu 28.8.2019 (SL)
14 Geymsla aukafurða ABP 2.10.2020
15 Vinnsla á roði til leðurframleiðslu 11.2.2020 (SL)

    Fiskistofa veitir leyfi vegna framkvæmda við veiðivötn en afgreiðir engin starfsleyfi. Fiskistofa afgreiðir 70–90 slíkar umsóknir á ári. Umsókn þarf að hafa greinargóða lýsingu á fyrirhuguðum framkvæmdum. Með umsókn um leyfi þarf framkvæmdaraðili að afla umsagnar sérfræðings vegna hugsanlegra áhrifa framkvæmdarinnar á lífríkið og umsagnar viðkomandi veiðifélags (þar sem það er starfandi). Ef skýringar á framkvæmdum eru ekki nægilega góðar eða nauðsynleg fylgigögn fylgja ekki umsókn getur Fiskistofa ekki tekið þær til afgreiðslu. Framkvæmdaraðila er þá leiðbeint um það hvaða gögn vantar og mál sett í bið þar til nauðsynlegar upplýsingar berast. Það kann að vera að framkvæmdaraðili hafi fallið frá framkvæmd í einhverjum tilfellum þar sem gögn hafa ekki borist.

Framkvæmdir við veiðivötn Dagsetning
Göngubrúargerð 28.2.2019
Lagfæring á veiðistöðum 29.5.2019
Brúargerð 3.7.2019
Efnistaka 3.9.2019
Efnistaka 21.4.2020
Efnistaka 9.6.2020
Efnistaka 16.6.2020
Efnistaka 16.6.2020
Þverun með ljósleiðararöri 24.6.2020
Þverun Hoffellsár með ljósleiðara 24.6.2020