Ferill 976. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 2041  —  976. mál.
Fyrirspurn


til utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra um sendiráð og ræðismenn erlendra ríkja og ríkjasambanda á Íslandi.

Frá Ingu Sæland.


     1.      Hvaða erlendu ríki og ríkjasambönd eru með sendiráð á Íslandi og hvenær voru þau stofnuð?
     2.      Hverjir eru sendiherrar fyrrgreindra ríkja og hvenær hófu þeir störf hér á landi?
     3.      Hver er starfsmannafjöldi hvers sendiráðs hér á landi?
     4.      Hvernig hefur starfsmannafjöldi hvers sendiráðs þróast frá stofnun þess hér á landi?
     5.      Hvaða erlendu ríki hafa ræðismenn hér á landi?
     6.      Hverjir eru ræðismenn einstakra ríkja og hvenær hófu þeir störf hér á landi?


Skriflegt svar óskast.