Ferill 978. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 2043  —  978. mál.




Fyrirspurn


til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um álaveiðar.

Frá Ingu Sæland.


     1.      Hversu mörg leyfi hafa verið gefin út til veiða á ál hér á landi í samræmi við reglugerð nr. 408/2019, um bann við álaveiðum, frá 2019?
     2.      Hafi leyfi verið gefin út 2019 og 2020, hverjir fengu þau leyfi, á hvaða landsvæðum, með hvaða veiðarfærum og hvaða magn var áætlað að veiða?
     3.      Hver var uppgefin veiði umsækjenda síðustu fimm árin samkvæmt þessum umsóknum hafi þær þá borist stjórnvöldum?
     4.      Voru sett skilyrði við hugsanleg leyfi samkvæmt ákvæðum reglugerðar nr. 408/2019?
     5.      Hver var árleg skráð veiði á ál hér á landi á árunum 2000–2020?
     6.      Hafa farið fram einhverjar rannsóknir á ál hér á landi eftir að lögum um lax- og silungsveiði var breytt á 148. löggjafarþingi og ráðherra heimilað að banna álaveiðar og þá hvaða?


Skriflegt svar óskast.