Ferill 954. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 2057  —  954. mál.
Svar


sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við fyrirspurn frá Oddnýju G. Harðardóttur um ráðningar einstaklinga með skerta starfsgetu.


     1.      Hve margir einstaklingar með skerta starfsgetu, sbr. lög um jafna meðferð á vinnumarkaði, starfa í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu?
    Í ráðuneytinu starfa tveir starfsmenn með skerta starfsgetu í hlutastörfum.

     2.      Hefur stefna verið mótuð fyrir ráðuneytið um ráðningar einstaklinga með skerta starfsgetu?
    Ráðuneytið hefur sett sér þá stefnu, í samræmi við jafnréttisstefnu og mannauðsstefnu Stjórnarráðsins, að veita starfsfólki með skerta starfsgetu tækifæri til að sinna starfi. Ráðuneytið hefur reynt að koma til móts við starfsfólk þegar starfsgeta skerðist en einnig ráðið fólk með skerta starfsgetu til starfa.