Ferill 860. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 2060  —  860. mál.
Svar


félags- og barnamálaráðherra við fyrirspurn frá Jóni Gunnarssyni um fjölda umsókna um starfsleyfi.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hversu margar umsóknir eru í vinnslu eða bíða úrvinnslu hjá stofnunum og úrskurðarnefndum á málefnasviði ráðherra um álit og leyfi til þess að hefja undirbúning og hönnun, framkvæmdir og/eða atvinnurekstur? Svar óskast sundurliðað eftir stofnunum og úrskurðarnefndum og upplýsingum um hvenær umsóknirnar bárust.

Barnaverndarstofa.
    Umsóknir hjá stofnuninni skiptast niður í leyfi um úrræði á ábyrgð sveitarfélaga, leyfi til þess að taka við barni í fóstur og leyfi til reksturs úrræðis sem vista börn á vegum annarra en barnaverndarnefnda samkvæmt ákvæðum barnaverndarlaga, þ.e. sumarbúðir o.fl.
    Umsóknir um leyfi til þess að reka úrræði á ábyrgð sveitarfélaga skiptist í heimili/stofnun og önnur úrræði (vistforeldrar) eru í heild fimmtán. Af þeim eru níu umsóknir um leyfi fyrir vistforeldra og sex umsóknir um leyfi til að reka heimili/stofnun. Allar framangreindar umsóknir eiga það sammerkt að ekki hefur reynst unnt að afgreiða þær sökum þess að beðið er eftir gögnum frá umsækjanda, þ.e. viðkomandi barnaverndarnefnd. Þess má geta að það sem af er ári hafa stofnuninni borist alls 103 umsóknir um leyfi til reksturs úrræðis á ábyrgð sveitarfélaga.
    Almennar umsóknir um leyfi til þess að taka við barni í fóstur eru 18 sem bíða afgreiðslu. Ein umsókn varðar aðila sem lokið hafa námskeiði hjá stofnuninni og 11 umsækjendur eru á námskeiði sem mun ljúka í september nk. Umsóknir um leyfi fyrir ættingja eða aðra tengda aðila eru alls 22. Þess ber að geta að námskeið fyrir þann hóp átti að vera á vormánuðum en frestaðist sökum Covid-19. Umsóknir í heild sem eru til vinnslu hjá stofnuninni eru því 40.
    Umsóknir um leyfi til reksturs úrræðis þar sem börn eru vistuð á vegum annarra en barnaverndarnefnda samkvæmt ákvæðum barnaverndarlaga, þ.e. sumarbúðir o.fl., eru alls tvær sem bíða afgreiðslu hjá stofnuninni. Í báðum málum er beðið eftir gögnum frá umsækjendum.

Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar.
    Móttaka umsókna um starfsleyfi hófst í ársbyrjun 2019 og hafa umsóknir borist frá 86 umsækjendum en 37 starfsleyfi hafa verið gefin út. Útgefin starfsleyfi geta verið fleiri en umsóknir ef umsækjandi rekur fleiri en eina tegund þjónustu eða starfsemin er á fleiri en einum stað. Hinn 24. júní 2020 voru umsóknir frá 45 umsækjendum í vinnslu, 12 umsækjendur eru einkaaðilar sem reka húsnæði fyrir fötluð börn eða fullorðna, atvinnuúrræði fyrir fatlað fólk eða sumarúrræði fyrir börn eða fullorðna. Aðrir umsækjendur eru verktakar sem hyggjast veita þjónustu samkvæmt lögum nr. 38/2018 eða nr. 40/1991, eða einstaklingar/einkaaðilar sem sækja um að hafa umsýslu með framkvæmd notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar.

Vinnueftirlitið.
    Samtals eru 23 beiðnir frá sýslumönnum og umsagnir vegna umsókna um gisti- og veitingaleyfi í vinnslu hjá stofnuninni, en elsta umsagnarbeiðnin er frá 9. júní 2020 og yngsta frá 30. júní 2020.
    Enn fremur eru tvær beiðnir um umsagnir vegna hönnunargagna en önnur er frá 23. júní 2020 og hin frá 30. júní 2020.
    Þá eru þrjár beiðnir um umsagnir um starfsleyfi óafgreiddar en ein barst 29. júní 2020 og tvær bárust 30. júní 2020.

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.
    Stofnunin veitir eftirfarandi starfsleyfi:

Starfsleyfi byggingarstjóra.
    Tvö mál með stöðuna „Í vinnslu“. Mál skráð á eftirfarandi dagsetningar:
          26.06.2020
          28.06.2020
    Nítján mál eru með stöðuna „Bið“. Mál skráð á eftirfarandi dagsetningar:
          23.09.2019
          25.10.2019
          12.02.2020
          17.02.2020
          25.02.2020
          01.03.2020
          19.03.2020
          15.04.2020
          20.04.2020
          22.04.2020
          28.04.2020
          07.05.2020
          15.05.2020
          19.05.2020
          25.05.2020
          02.06.2020
          11.06.2020
          22.06.2020
          25.06.2020
    Í öllum málum með stöðuna „Bið“ er beðið eftir gögnum/upplýsingum frá umsækjendum.
    Eitt mál er með stöðuna „Beðið eftir greiðslu“. Mál skráð á eftirfarandi dagsetningu:
          26.06.2020

Starfsleyfi þjónustuaðila brunavarna.
          Starfsleyfi þjónustuaðila reykköfunartækja.
          Starfsleyfi þjónustuaðila handslökkvitækja.
          Starfsleyfi þjónustuaðila slökkvikerfa.
          Starfsleyfi þjónustuaðila brunaviðvörunarkerfa.
          Starfsleyfi þjónustuaðila brunaþéttinga.
          Starfsleyfi þjónustuaðila loftgæðamælinga.
    Ekkert mál er með stöðuna „Í vinnslu“.
    Fimm mál eru með stöðuna „Bið“ er eftir gögnum/upplýsingum frá umsækjendum.
    Eitt mál er með stöðuna „Beðið eftir greiðslu“. Mál skráð með eftirfarandi dagsetningu:
          29.06.2020

    Aðrar stofnanir á málasviði ráðherra hafa ekki umsjón með eða sjá um útgáfu starfsleyfa.