Ferill 947. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 2063  —  947. mál.




Svar


heilbrigðisráðherra við fyrirspurn frá Oddnýju G. Harðardóttur um ráðningar einstaklinga með skerta starfsgetu.


     1.      Hve margir einstaklingar með skerta starfsgetu, sbr. lög um jafna meðferð á vinnumarkaði, starfa í heilbrigðisráðuneytinu?
    Í heilbrigðisráðuneytinu starfar einn einstaklingur með skerta starfsgetu í 50% starfi. Viðkomandi starfar í ráðuneytinu á grundvelli vinnusamnings öryrkja eins og kveðið er á um í 4. mgr. 12. gr. laga nr. 55/2006, um vinnumarkaðsaðgerðir. Þar segir að Vinnumálastofnun sé heimilt að semja við fyrirtæki og stofnanir um að þau ráði til vinnu öryrkja sem fær greiddan örorkulífeyri, örorkustyrk, endurhæfingarlífeyri eða slysaörorkubætur undir 50% og hafi vinnugetu sem ekki hefur nýst á vinnumarkaði og ekki verulegar aðrar tekjur til lífsviðurværis en lífeyri almannatrygginga.

     2.      Hefur stefna verið mótuð fyrir ráðuneytið um ráðningar einstaklinga með skerta starfsgetu?
    Heilbrigðisráðuneytið hefur ekki mótað sér sérstaka stefnu um ráðningar einstaklinga með skerta starfsgetu. Ráðuneytið styðst aftur á móti við mannauðsstefnu Stjórnarráðsins við ráðningar, en þar segir m.a. að allt starfsfólk eigi að hafa sömu möguleika á að geta nýtt hæfileika sína í starfi og eigi ekki að sæta mismunun af nokkrum toga.