Ferill 995. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Prentað upp.

Þingskjal 2072  —  995. mál.
Fyrirsögn.




Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um kaupendur fullnustueigna Landsbankans og félaga sem tengjast bankanum.

Frá Þorsteini Sæmundssyni.


     1.      Hversu margar fullnustueignir seldu Landsbankinn og félög tengd bankanum árlega 2008–2019, hvar voru þessar eignir og hvert var heildarsöluverð á hverju ári?
     2.      Hverjir voru kaupendur eignanna? Upplýsingar óskast um annars vegar einstaklinga og hins vegar fyrirtæki og eignarhald þeirra.
     3.      Samkvæmt hvaða þinglýstu kaupsamningum eru Landsbankinn og félög honum tengd afsalsgjafar og hvert er fasteignanúmer og söluverð hverrar fasteignar?


Skriflegt svar óskast.


Greinargerð.

    Vakin skal athygli á að það er afstaða forsætisnefndar að lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga taki ekki til birtingar Alþingis á svari ráðherra við fyrirspurn þingmanns, þar sem slíkt mál fellur undir undanþágu laganna um vinnslu upplýsinga sem fram fer í tengslum við störf Alþingis, sbr. 5. mgr. 4. gr. laga nr. 90/2018.