Ferill 972. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 2076  —  972. mál.
2. umræða.Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum til að mæta efnahagslegum áhrifum heimsfaraldurs kórónuveiru (frekari aðgerðir vegna vinnumarkaðar).

Frá meiri hluta velferðarnefndar (LRM, ÓGunn, ÁsF, HSK, VilÁ).


     1.      Við 4. gr.
                  a.      Við bætist nýr stafliður sem verði a-liður, svohljóðandi: Í stað tilvísunarinnar ,,4. mgr.“ í 1. og 2. mgr. kemur: 5. mgr.
                  b.      Í stað orðsins „stundað“ og í stað orðanna „stundað atvinnutengda“ í 1. og 2. málsl. efnismálsgreinar a-liðar komi: tekið þátt í; og: tekið þátt í atvinnutengdri.
     2.      7. gr. orðist svo:
                      Ákvæði til bráðabirgða XIV í lögunum orðast svo:
                      Sjálfstætt starfandi einstaklingur telst uppfylla skilyrði f- og g-liðar 1. mgr. 18. gr., sbr. einnig 20. og 21. gr., um stöðvun rekstrar, hafi hann tilkynnt Skattinum um verulegan samdrátt í rekstri sínum sem leiðir til tímabundinnar stöðvunar á rekstri.
                      Taki sjálfstætt starfandi einstaklingur að sér tilfallandi verkefni samhliða greiðslu atvinnuleysisbóta skal hann tilkynna það til Vinnumálastofnunar enda á viðkomandi ekki rétt á atvinnuleysisbótum á því tímabili sem verkefnið stendur yfir.
                      Skattinum er heimilt, að eigin frumkvæði, að miðla upplýsingum til Vinnumálastofnunar sem varða úrræðið sem kveðið er á um í þessu ákvæði, sbr. 4. mgr. 9. gr.
                      Ákvæði þetta gildir frá og með 1. september 2020 og fellur úr gildi 1. janúar 2021.
     3.      8. gr. orðist svo:
                      Eftirfarandi breytingar verða á ákvæði til bráðabirgða XVI í lögunum:
                  a.      Í stað dagsetningarinnar „31. ágúst 2020“ í 2. málsl. 1. mgr. kemur: 31. desember 2020.
                  b.      Við 8. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Þrátt fyrir 1. mgr. 36. gr. koma greiðslur ellilífeyris samkvæmt lögum um almannatryggingar og greiðslur ellilífeyris úr almennum lífeyrissjóðum ekki til skerðingar greiðslna úr Atvinnuleysistryggingasjóði samkvæmt ákvæði þessu.
     4.      Í stað orðsins „birta“ í 6. mgr. a-liðar 9. gr. komi: setja.
     5.      10. gr. orðist svo:
                      Ákvæði til bráðabirgða III í lögunum orðast svo:
                      Þrátt fyrir a-lið 5. gr. skal taka mið af vinnulaunum launamanns fyrir síðustu þrjá starfsmánuði hans í þjónustu vinnuveitanda áður en starfshlutfall launamanns var minnkað vegna samdráttar í starfsemi vinnuveitanda vegna sérstakra aðstæðna á vinnumarkaði. Að öðru leyti gildir a-liður 5. gr.
                      Þrátt fyrir b-lið 5. gr. skal við útreikning bóta vegna launamissis í allt að þrjá mánuði vegna slita á ráðningarsamningi eftir að starfshlutfall hafði áður verið minnkað taka mið af vinnulaunum launamanns í samræmi við 1. mgr. enda hafi héraðsdómara borist krafa um gjaldþrotaskipti á búi vinnuveitanda innan tólf mánaða frá því að starfshlutfall launamanns var minnkað. Að öðru leyti gildir b-liður 5. gr.
                      Ákvæði þetta gildir frá og með 15. mars 2020 og fellur úr gildi 1. janúar 2021.