Ferill 953. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 2083  —  953. mál.




Svar


félags- og barnamálaráðherra við fyrirspurn frá Oddnýju G. Harðardóttur um ráðningar einstaklinga með skerta starfsgetu.


     1.      Hve margir einstaklingar með skerta starfsgetu, sbr. lög um jafna meðferð á vinnumarkaði, starfa í félagsmálaráðuneytinu?
    Í félagsmálaráðuneytinu starfar enginn einstaklingur með skerta starfsgetu. Þá er einn sérfræðingur í ráðgjafastöðu hjá ráðuneytinu með skerta starfsgetu en viðkomandi er einnig fulltrúi ráðuneytisins í samráðsnefnd.

     2.      Hefur stefna verið mótuð fyrir ráðuneytið um ráðningar einstaklinga með skerta starfsgetu?
    Félagsmálaráðuneytið hefur ekki mótað sérstaka stefnu um ráðningar einstaklinga með skerta starfsgetu. Ráðuneytið styðst aftur á móti við mannauðsstefnu Stjórnarráðsins við ráðningar, en þar segir m.a. að allt starfsfólk eigi að hafa sömu möguleika á að geta nýtt hæfileika sína í starfi og eigi ekki að sæta mismunun af nokkrum toga.