Ferill 926. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 2086  —  926. mál.
3. umræða.Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á lögum um húsnæðismál, nr. 44/1998 (hlutdeildarlán).

Frá Höllu Signýju Kristjánsdóttur.


    Við 7. mgr. a-liðar 2. gr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Í reglugerð ráðherra er einnig heimilt að kveða á um að umsækjendur með samþykkt kauptilboð njóti forgangs að hlutdeildarlánum.