Ferill 1001. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 2103  —  1001. mál.
Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um úrræði fyrir börn með geðheilbrigðisvandamál.

Frá Guðmundi Inga Kristinssyni.


     1.      Hversu margir eru á biðlista eftir innlögn á barna- og unglingageðdeild Landspítala (BUGL)?
     2.      Hversu lengi hafa umsækjendur undanfarin þrjú ár beðið eftir því að verða lagðir inn? Svar óskast sundurliðað eftir meðallengd og lengsta einstaka tilviki.
     3.      Hefur starfsemi BUGL raskast vegna kórónuveirufaraldursins? Ef svo er, hvaða úrræðum hefur verið beitt til að tryggja öryggi barna sem þurfa á þjónustu BUGL að halda meðan á sóttvarnaráðstöfunum stendur?
     4.      Hversu mörg börn bíða eftir meðferð á vegum hins opinbera vegna geðrænna sjúkdóma?
     5.      Hversu mörg börn bíða eftir greiningu á geðrænum veikindum sínum?


Skriflegt svar óskast.