Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 2108, 150. löggjafarþing 972. mál: breyting á ýmsum lögum til að mæta efnahagslegum áhrifum heimsfaraldurs kórónuveiru (frekari aðgerðir vegna vinnumarkaðar).
Lög nr. 112 10. september 2020.

Lög um breytingu á ýmsum lögum til að mæta efnahagslegum áhrifum heimsfaraldurs kórónuveiru (frekari aðgerðir vegna vinnumarkaðar).


I. KAFLI
Breyting á lögum um tímabundnar greiðslur vegna launa einstaklinga sem sæta sóttkví samkvæmt fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda án þess að vera sýktir, nr. 24/2020.

1. gr.

     Í stað dagsetningarinnar „30. september 2020“ í 1. málsl. 1. mgr. 1. gr. laganna kemur: 31. desember 2021.

2. gr.

     Í stað dagsetningarinnar „31. desember 2020“ í 1. málsl. 3. mgr. 9. gr. laganna kemur: 31. mars 2022.

II. KAFLI
Breyting á lögum um atvinnuleysistryggingar, nr. 54/2006.

3. gr.

     Í stað orðanna „Lánasjóður íslenskra námsmanna“ í 4. mgr. 9. gr. laganna kemur: Menntasjóður námsmanna.

4. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 15. gr. laganna:
 1. Í stað tilvísunarinnar „4. mgr.“ í 1. og 2. mgr. kemur: 5. mgr.
 2. Á eftir 3. mgr. kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
 3.      Atvinnutengd starfsendurhæfing, sbr. lög um atvinnutengda starfsendurhæfingu og starfsemi starfsendurhæfingarsjóða, sem launamaður hefur tekið þátt í á þeim tíma sem hann telst óvinnufær, sbr. 26. gr., svarar til þrettán vikna vinnuframlags í fullu starfi, enda hafi hann sannanlega lokið atvinnutengdri starfsendurhæfingu og starfað í a.m.k. þrjá mánuði á innlendum vinnumarkaði á ávinnslutímabilinu. Vottorð frá starfsendurhæfingarsjóði samkvæmt lögum um atvinnutengda starfsendurhæfingu og starfsemi starfsendurhæfingarsjóða skal fylgja umsókn um atvinnuleysisbætur þar sem fram kemur að launamaður hafi tekið þátt í atvinnutengdri starfsendurhæfingu og lokið henni. Heimild þessi getur einungis komið til hækkunar á tryggingarhlutfalli launamanns einu sinni á hverju tímabili skv. 29. gr.
 4. Í stað orðanna „ákvæði 1.–3. mgr.“ í 1. málsl. 4. mgr. kemur: ákvæði 1.–4. mgr.


5. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 26. gr. laganna:
 1. Í stað orðsins „tólf“ í 2. mgr. kemur: 24.
 2. Í stað orðsins „sex“ í 3. mgr. kemur: tólf.


6. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 52. gr. laganna:
 1. Við 1. mgr. bætist: sbr. þó 2., 3. og 4. mgr.
 2. Eftirfarandi breytingar verða á 1. málsl. 2. mgr.:
  1. Á eftir orðunum „heimilt að stunda nám“ kemur: á framhaldsskólastigi sem nemur að hámarki 12 einingum eða.
  2. Í stað orðanna „10 ECTS-einingum“ kemur: 12 ECTS-einingum.
  3. Í stað orðanna „Lánasjóði íslenskra námsmanna“ kemur: Menntasjóði námsmanna.
 3. Eftirfarandi breytingar verða á 1. málsl. 3. mgr.:
  1. Á eftir orðunum „hvort sá er stundar nám“ kemur: á framhaldsskólastigi sem nemur allt að 20 einingum eða.
  2. Í stað orðanna „Lánasjóði íslenskra námsmanna“ kemur: Menntasjóði námsmanna.
 4. Við bætast tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
 5.      Þrátt fyrir 1.–3. mgr. er hinum tryggða heimilt að stunda nám sem er skipulagt samhliða vinnu af viðkomandi menntastofnun og er ekki lánshæft til framfærslu hjá Menntasjóði námsmanna án þess að komi til skerðingar á rétti hans til atvinnuleysistrygginga, enda hindri námið hvorki virka atvinnuleit viðkomandi né möguleika hans til þátttöku á vinnumarkaði. Hinn tryggði skal leggja fram staðfestingu frá viðkomandi menntastofnun um skipulag námsins.
       Þrátt fyrir 1.–4. mgr. skal hinum tryggða ávallt heimilt að ljúka þeirri önn sem er yfirstandandi þegar hann sækir um atvinnuleysistryggingar án þess að komi til skerðingar á rétti hans til atvinnuleysistrygginga.


7. gr.

     Ákvæði til bráðabirgða XIV í lögunum orðast svo:
     Sjálfstætt starfandi einstaklingur telst uppfylla skilyrði f- og g-liðar 1. mgr. 18. gr., sbr. einnig 20. og 21. gr., um stöðvun rekstrar, hafi hann tilkynnt Skattinum um verulegan samdrátt í rekstri sínum sem leiðir til tímabundinnar stöðvunar á rekstri.
     Taki sjálfstætt starfandi einstaklingur að sér tilfallandi verkefni samhliða greiðslu atvinnuleysisbóta skal hann tilkynna það til Vinnumálastofnunar enda á viðkomandi ekki rétt á atvinnuleysisbótum á því tímabili sem verkefnið stendur yfir.
     Skattinum er heimilt, að eigin frumkvæði, að miðla upplýsingum til Vinnumálastofnunar sem varða úrræðið sem kveðið er á um í þessu ákvæði, sbr. 4. mgr. 9. gr.
     Ákvæði þetta gildir frá og með 1. september 2020 og fellur úr gildi 1. janúar 2021.

8. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á ákvæði til bráðabirgða XVI í lögunum:
 1. Í stað dagsetningarinnar „31. ágúst 2020“ í 2. málsl. 1. mgr. kemur: 31. desember 2020.
 2. Við 8. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Þrátt fyrir 1. mgr. 36. gr. koma greiðslur ellilífeyris samkvæmt lögum um almannatryggingar og greiðslur ellilífeyris úr almennum lífeyrissjóðum ekki til skerðingar greiðslna úr Atvinnuleysistryggingasjóði samkvæmt ákvæði þessu.


9. gr.

     Við lögin bætast tvö ný ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
     
     a. (XVII.)
     Þrátt fyrir 52. gr. er Vinnumálastofnun heimilt að gera sérstakan námssamning við atvinnuleitanda sem telst tryggður innan atvinnuleysistryggingakerfisins. Vinnumálastofnun og viðkomandi atvinnuleitandi skulu undirrita samninginn. Með undirritun sinni skuldbindur viðkomandi atvinnuleitandi sig til að stunda nám sem hann hefur valið sér í samráði við ráðgjafa Vinnumálastofnunar og fellur undir átakið Nám er tækifæri, eftir að færni hans og staða hefur verið metin. Framangreindur samningur hefur ekki áhrif á rétt viðkomandi atvinnuleitanda til atvinnuleysistrygginga á grundvelli laganna.
     Skilyrði fyrir samningi skv. 1. mgr. eru m.a.:
 1. að viðkomandi atvinnuleitandi hafi verið í virkri atvinnuleit og skráður án atvinnu hjá Vinnumálastofnun í a.m.k. sex mánuði áður en hann óskar eftir samningi skv. 1. mgr.,
 2. að námið sé viðurkennt sem vinnumarkaðsúrræði, sbr. d-lið 1. mgr. 12. gr. laga um vinnumarkaðsaðgerðir, nr. 55/2006, sbr. einnig reglugerð um nám og námskeið sem eru viðurkennd sem vinnumarkaðsúrræði, og falli undir átakið Nám er tækifæri,
 3. að námið kunni að nýtast viðkomandi atvinnuleitanda við atvinnuleit að námi loknu að mati ráðgjafa Vinnumálastofnunar,
 4. að viðkomandi hafi ekki nýtt sér rétt sinn til námsláns hjá Menntasjóði námsmanna.

     Á gildistíma samnings skv. 1. mgr. skal viðkomandi atvinnuleitandi uppfylla skilyrði sem sett eru í tengslum við námið af hlutaðeigandi menntastofnun, svo sem hvað varðar skólasókn og ástundun. Auk þess ber viðkomandi atvinnuleitanda að upplýsa ráðgjafa Vinnumálastofnunar reglulega um framvindu náms á gildistíma samnings.
     Gildistími samnings skv. 1. mgr. getur að hámarki verið ein námsönn fyrir hvern atvinnuleitanda og á einungis við um nám sem er stundað á vorönn árið 2021, haustönn árið 2021 eða vorönn árið 2022.
     Sá tími sem nám atvinnuleitanda stendur yfir á grundvelli samnings skv. 1. mgr. telst ekki til ávinnslutímabils skv. 15. eða 19. gr., sbr. einnig e-lið 1. mgr. 13. gr. og e-lið 1. mgr. 18. gr.
     Ráðherra er heimilt að setja reglugerð um nánari útfærslu átaksins Nám er tækifæri samkvæmt ákvæði þessu, svo sem um hvaða námsbrautir í framhaldsskólum og háskólum falla undir átakið.
     Ákvæði þetta gildir frá og með 1. janúar 2021 til og með 31. maí 2022.
     
     b. (XVIII.)
     Þrátt fyrir 1. mgr. 32. gr. skal sá sem telst tryggður skv. III. eða IV. kafla öðlast rétt til tekjutengdra atvinnuleysisbóta í allt að sex mánuði frá þeim tíma er grunnatvinnuleysisbætur skv. 33. gr. hafa verið greiddar í samtals hálfan mánuð enda hafi hann ekki fullnýtt rétt sinn til tekjutengdra atvinnuleysisbóta skv. 32. gr. á yfirstandandi bótatímabili skv. 29. gr. Hafi hinn tryggði ekki fullnýtt rétt til tekjutengdra atvinnuleysisbóta umfram þrjá mánuði fyrir 1. október 2021 fellur niður ónýttur réttur viðkomandi til slíkra bóta samkvæmt ákvæði þessu.
     Ákvæði þetta gildir til og með 30. september 2021.

III. KAFLI
Breyting á lögum um Ábyrgðasjóð launa, nr. 88/2003.

10. gr.

     Ákvæði til bráðabirgða III í lögunum orðast svo:
     Þrátt fyrir a-lið 5. gr. skal taka mið af vinnulaunum launamanns fyrir síðustu þrjá starfsmánuði hans í þjónustu vinnuveitanda áður en starfshlutfall launamanns var minnkað vegna samdráttar í starfsemi vinnuveitanda vegna sérstakra aðstæðna á vinnumarkaði. Að öðru leyti gildir a-liður 5. gr.
     Þrátt fyrir b-lið 5. gr. skal við útreikning bóta vegna launamissis í allt að þrjá mánuði vegna slita á ráðningarsamningi eftir að starfshlutfall hafði áður verið minnkað taka mið af vinnulaunum launamanns í samræmi við 1. mgr. enda hafi héraðsdómara borist krafa um gjaldþrotaskipti á búi vinnuveitanda innan tólf mánaða frá því að starfshlutfall launamanns var minnkað. Að öðru leyti gildir b-liður 5. gr.
     Ákvæði þetta gildir frá og með 15. mars 2020 og fellur úr gildi 1. janúar 2021.

11. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi. Þó gildir 6. gr. einnig um þá atvinnuleitendur sem hafa hafið nám á haustönn 2020 við gildistöku laganna.

Samþykkt á Alþingi 4. september 2020.