Ferill 1003. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Prentað upp.

Þingskjal 2110  —  1003. mál.
Viðbót.
Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um skimun fyrir krabbameini.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


     1.      Hversu stór hluti kvenna hefur tekið þátt í brjósta- og leghálsskimun á hverju ári undanfarin fimm ár? Svar óskast sundurliðað eftir aldri kvenna og tegund skimunar.
     2.      Hver hefur hlutur annars vegar kvenna af erlendum uppruna og hins vegar fatlaðra kvenna verið í krabbameinsskimun? Svar óskast sundurliðað sem að framan.
     3.      Hversu mörg ár líða milli þess að konur eru boðaðar í skimun? Hversu langur tími líður milli hverrar boðunar í helstu samanburðarlöndum?
     4.      Hvað mælir gegn því að konur hafi sjálfdæmi um að verða skimaðar oftar en heilbrigðisyfirvöld mæla fyrir um? Hversu mikil ásókn ætlar ráðherra að yrði í tíðari skimun?
     5.      Geta konur í helstu samanburðarlöndum óskað þess að verða skimaðar oftar en heilbrigðisyfirvöld í hverju landi mæla fyrir um? Ef svo er, með hvaða rökum?
     6.      Telur ráðherra ástæðu til að efla HPV-bólusetningu gegn leghálskrabbameini þannig að hún nái til einstaklinga af öllum kynjum? Hvað kostaði slík breyting?


Skriflegt svar óskast.