Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 2116, 150. löggjafarþing 970. mál: ríkisábyrgðir.
Lög nr. 109 10. september 2020.

Lög um breytingu á lögum um ríkisábyrgðir, nr. 121/1997.


1. gr.

     Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
     Ákvæði laga þessara gilda ekki um þær ábyrgðarskuldbindingar sem ríkissjóði er heimilt að undirgangast gagnvart Icelandair Group hf., sem er kerfislega mikilvægt fyrirtæki, vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Afla skal heimilda í fjáraukalögum fyrir árið 2020 vegna þessara ábyrgðarskuldbindinga.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 4. september 2020.