Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 2117, 150. löggjafarþing 998. mál: skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða (kaupréttur og áskriftarréttindi).
Lög nr. 108 10. september 2020.

Lög um breytingu á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, nr. 129/1997, með síðari breytingum (kaupréttur og áskriftarréttindi).


1. gr.

     Á eftir orðunum „áhættu sjóðsins“ í a-lið 6. tölul. 2. mgr. 36. gr. a laganna kemur: eða fela aðeins í sér kauprétt eða áskriftarréttindi.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 4. september 2020.