Ferill 686. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 2118  —  686. mál.




Svar


dómsmálaráðherra við fyrirspurn frá Birni Leví Gunnarssyni um samninga samkvæmt lögum um opinber fjármál.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hvaða samninga sem í gildi eru hefur ráðuneytið og stofnanir þess gert skv. 40. og 41. gr. laga um opinber fjármál?
     2.      Samkvæmt hvaða heimild hefur hver þeirra verið gerður, sbr. heimildir í fyrrnefndum lagagreinum?
     3.      Hver er gildistími hvers samnings?
     4.      Fellur gildistími einhvers samnings utan ákvæða 40. og 41. gr. laganna? Sé svo, hvers vegna?
     5.      Hver er samanlögð árleg fjárskuldbinding hvers samnings og hvert er hlutfall hennar af árlegri fjárveitingu þess ríkisaðila sem ber ábyrgð á samningnum?
     6.      Hvaða stefnumörkun samkvæmt gildandi fjármálaáætlun liggur til grundvallar hverjum samningi fyrir sig?
     7.      Hvenær var síðast metið hvort hver samningur uppfyllti kröfur um umfang og gæði eins og gert er ráð fyrir í 5. mgr. 40. gr. laga um opinber fjármál?
     8.      Við hvaða gæðamælikvarða var miðað í tilviki hvers samnings?
     9.      Hafa verið gerðir samningar um framkvæmdir, rekstur eða afmörkuð verkefni sem falla utan 40. eða 41. gr. laga um opinber fjármál?
     10.      Eru í gildi samningar sem gerðir voru fyrir gildistöku laga um opinber fjármál, nr. 123/2015?


    Í töflunum hér að aftan er að finna yfirlit um samninga á grundvelli 40. og 41. gr. laga um opinber fjármál, nr. 123/2015, og umbeðnar upplýsingar um þá. Upplýsingarnar afmarkast af eftirfarandi: Í 40. gr. laga um opinber fjármál er fjallað um samninga sem geta komið til með þrennum hætti, sbr. fyrstu þrjár málsgreinar 40. gr. Svar í tengslum við samninga á grundvelli 1. mgr. 40. gr. afmarkast við þá samninga sem staðfestir hafa verið af hlutaðeigandi ráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra.
    Engir samningar eru í gildi sem falla undir 2. mgr. 40. gr. Samningar er falla undir 3. mgr. greinarinnar og snúa að afmörkuðum rekstrarverkefnum stofnana eru að jafnaði ekki taldir upp í svarinu. Um er að ræða samninga um óverulega fjármuni sem hægt er að segja upp með stuttum fyrirvara, svo sem um ræstingu eða leigu á tölvubúnaði. Þrír samningar er snúa að 3. mgr. 40. gr. eru taldir upp þar sem samningar þessir bera með sér umtalsverðar fjárskuldbindingar.
    Samningar ráðuneytis og stofnana sem gerðir hafa verið skv. 40. gr. laga um opinber fjármál með fyrrgreindri afmörkun má finna í töflu hér að aftan.


Viðsemjandi Samningsefni Heimild samkvæmt Gildistími Árleg fjárskuldbinding Hlutfall af árlegri fjárveitingu Stefnumörkun Mat á samningum Gæðamælikvarðar
Dómsmálaráðuneytið
06-190 Íslensk ættleiðing Aðkeypt þjónusta 1. mgr. 40. gr. laga nr. 123/2015 12/2021 34.000.000 15,33% Skilvirk og sanngjörn þjónusta Ársfjórðungslega Góð, hagkvæm og skilvirk þjónusta
06-190 Mannréttindaskrifstofa íslands Aðkeypt þjónusta 1. mgr. 40. gr. laga nr. 123/2015 26.000.000 11,72% Skilvirk og sanngjörn þjónusta Ársfjórðungslega Góð, hagkvæm og skilvirk þjónusta
06-190 Innheimtustofnun sveitarfélaga Aðkeypt þjónusta Ótímabundinn 10.000.000 4,51%
06-390 Landsbjörg Aðkeypt þjónusta 1. mgr. 40. gr. laga nr. 123/2015 12/2020 188.800.000 43,27% Skilvirk og sanngjörn þjónusta Árlega Góð, hagkvæm og skilvirk þjónusta
06-390 Neyðarlínan Aðkeypt þjónusta 1. mgr. 40. gr. laga nr. 123/2015 12/2021 44.300.000 10,15% Skilvirk og sanngjörn þjónusta Árlega Góð, hagkvæm og skilvirk þjónusta
06-352 Neyðarlínan Aðkeypt þjónusta 1. mgr. 40. gr. laga nr. 123/2015 12/2021 542.100.000 100,00% Skilvirk og sanngjörn þjónusta Árlega Góð, hagkvæm og skilvirk þjónusta
Útlendingastofnun
06-399 RA 5 ehf. Húsaleiga 1. mgr. 40. gr. laga nr. 123/2015 08/2022 26.946.708 0,93% Skilvirk og sanngjörn þjónusta Ársfjórðungslega Góð, hagkvæm og skilvirk þjónusta
06-399 RA 5 ehf. Húsaleiga 1. mgr. 40. gr. laga nr. 123/2015 08/2022 24.465.192 0,85% Skilvirk og sanngjörn þjónusta Ársfjórðungslega Góð, hagkvæm og skilvirk þjónusta
06-399 E-fasteignafélag Húsaleiga 1. mgr. 40. gr. laga nr. 123/2015 05/2022 54.435.648 1,88% Skilvirk og sanngjörn þjónusta Ársfjórðungslega Góð, hagkvæm og skilvirk þjónusta
06-399 Karl Mikli Húsaleiga 1. mgr. 40. gr. laga nr. 123/2015 11/2023 42.357.240 1,46% Skilvirk og sanngjörn þjónusta Ársfjórðungslega Góð, hagkvæm og skilvirk þjónusta
06-399 Hólsfjall Húsaleiga 1. mgr. 40. gr. laga nr. 123/2015 04/2023 82.700.808 2,86% Skilvirk og sanngjörn þjónusta Ársfjórðungslega Góð, hagkvæm og skilvirk þjónusta
06-399 E-fasteignafélag Húsaleiga 1. mgr. 40. gr. laga nr. 123/2015 05/2022 79.267.620 2,74% Skilvirk og sanngjörn þjónusta Ársfjórðungslega Góð, hagkvæm og skilvirk þjónusta
06-399 Öryggismiðstöðin Öryggisgæsla 3.mgr. 40. gr. laga nr. 123/2015 05/2020 118.243.815 4,09% Skilvirk og sanngjörn þjónusta Ársfjórðungslega Góð, hagkvæm og skilvirk þjónusta
06-399 Rauði krossinn Þjónusta við umsækjendur um alþjóðlega vernd 1. mgr. 40. gr. laga nr. 123/2015 02/2021 339.999.999 11,76% Skilvirk og sanngjörn þjónusta Ársfjórðungslega Góð, hagkvæm og skilvirk þjónusta
06-399 Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu Þjónusta við umsækjendur um alþjóðlega vernd 1. mgr. 40. gr. laga nr. 123/2015 12/2021 85.200.000 2,95% Skilvirk og sanngjörn þjónusta Ársfjórðungslega Góð, hagkvæm og skilvirk þjónusta
06-399 Ríkislögreglustjóri Þjónusta við umsækjendur um alþjóðlega vernd 1. mgr. 40. gr. laga nr. 123/2015 12/2023 170.040.000 5,88% Skilvirk og sanngjörn þjónusta Ársfjórðungslega Góð, hagkvæm og skilvirk þjónusta
06-399 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum Þjónusta við umsækjendur um alþjóðlega vernd 1. mgr. 40. gr. laga nr. 123/2015 85.500.000 2,96% Skilvirk og sanngjörn þjónusta Ársfjórðungslega Góð, hagkvæm og skilvirk þjónusta
06-399 Reykjavíkurborg Þjónusta við umsækjendur um alþjóðlega vernd 1. mgr. 40. gr. laga nr. 123/2015 12/2020 720.000.000 24,90% Skilvirk og sanngjörn þjónusta Ársfjórðungslega Góð, hagkvæm og skilvirk þjónusta
06-399 Hafnarfjarðarkaupstaður Þjónusta við umsækjendur um alþjóðlega vernd 1. mgr. 40. gr. laga nr. 123/2015 11/2023 240.000.000 8,00% Skilvirk og sanngjörn þjónusta Ársfjórðungslega Góð, hagkvæm og skilvirk þjónusta
06-399 The International Organization for Migration Þjónusta við umsækjendur um alþjóðlega vernd 1. mgr. 40. gr. laga nr. 123/2015 08/2020 52.800.000 1,83% Skilvirk og sanngjörn þjónusta Ársfjórðungslega Góð, hagkvæm og skilvirk þjónusta
Fangelsismálastofnun
06-501 Vernd Aðkeypt þjónusta 1. mgr. 40. gr. laga nr. 123/2015 Ótímabundinn 34.300.000 1,67% - - -
Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu
06-310 Neyðarsímsvörun og Tetra Aðkeypt þjónusta 1. mgr. 40. gr. laga nr. 123/2015 - 20.842.656 0,35% - -
Landhelgisgæslan
06-395 Knut Aksel Ukland Holding Viðhaldssamningur mótora leiguþyrlna 3. mgr. 40. gr. laga nr. 123/2015 12/2023 295.000.000 6,90% Skilvirk og sanngjörn þjónusta Símat Góð, hagkvæm og skilvirk þjónusta
06-395 Knut Aksel Ukland Holding Viðhaldssamningur vélarhluta leiguþyrlna 3. mgr. 40. gr. laga nr. 123/2015 12/2023 600.000.000 14,00% Skilvirk og sanngjörn þjónusta Símat Góð, hagkvæm og skilvirk þjónusta