Ferill 984. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 2134  —  984. mál.




Svar


sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við fyrirspurn frá Ingu Sæland um rannsóknir á makríl.


    Leitað var upplýsinga hjá Hafrannsóknastofnun og byggjast svörin á þeim upplýsingum.

     1.      Hversu miklum fjármunum varði Hafrannsóknastofnun árlega til makrílrannsókna á árunum 2015–2020?
    Rannsóknir Hafrannsóknastofnunar beinast æ meira að vistkerfum fremur en einstökum tegundum og eru rannsóknirnar skipulagðar á þann veg. Því er nokkrum annmörkum háð að svara spurningum um kostnað vegna rannsókna á einstakri tegund. Þá eru rannsóknaleiðangrar oft margþættir þar sem ýmsum ólíkum rannsóknum er sinnt með það að markmiði að tryggja sem besta notkun þess fjármagns sem stofnun hefur yfir að ráða.
    Sem dæmi fara stofnmælingar botnfiska fram í þremur leiðöngrum ásamt rannsóknum á öðrum þáttum vistkerfisins. Erfitt er að áætla þar kostnað á hverja tegund. Auk þess fara fram rannsóknir á þeim í öðrum leiðöngrum eins og rannsóknaleiðöngrum á rækju og á lífríki strandsjávar.
    Í rannsóknaleiðöngrum vegna uppsjávarfiska eru einnig víðtækar vistfræðirannsóknir auk mælinga á umhverfisþáttum sjávar.
    Sama gildir um skrif sérfræðinga stofnunarinnar á ritrýndum greinum. Þær taka oft á mörgum tegundum, vistkerfum, ráðgjöf eða rannsóknaraðferðum og því erfitt að flokka skrifin eftir tegundum. Reynt er að gera það eins og kostur er.
    Fjármunir Hafrannsóknastofnunar sem fóru til makrílrannsókna á árunum 2015–2020:

Ár 2015 2016 2017 2018 2019 2020
Millj. kr. 121 187 142 144 161 153
Ath. Inniheldur ekki samrekstur og stjórnun.

     2.      Hvaða verkefni sem lúta að rannsóknum á makríl hafa verið unnin á þessu árabili og hve miklir fjármunir voru veittir í hvert verkefni?
    Verkefni sem lúta að rannsóknum á makríl á árunum 2015–2020 og fjármunir sem fóru í hvert þeirra:
          Rannsóknir á makríl kringum Ísland (júlíleiðangur) og aflasýni.
          Makrílmerkingar.
          Rannsóknir á hrygningu makríls.

Verkefni 2015 2016 2017 2018 2019 2020
Rannsóknir á makríl kringum Ísland og aflasýni 103 125 128 129 152 140
Makrílmerkingar 4 6 10 11 8 13
Rannsóknir á hrygningu makríls 14 56 4 4 1 0,4
Samtals millj. kr. 121 187 142 144 161 153

     3.      Hversu margar ritrýndar greinar um makríl eftir sérfræðinga Hafrannsóknastofnunar hafa birst í alþjóðlegum vísindaritum á framangreindu árabili, hver er titill greinanna og hvar birtust þær?
    Listi yfir ritrýndar greinar um makríl eftir sérfræðinga Hafrannsóknastofnunar á árunum 2015–2020 (alls 8):

Höfundar Heiti greinar Heiti tímarits Útgáfuár
Gislason, D; Helyar, SJ; Oskarsson, GJ; Olafsdottir, G; Slotte, A; Jansen, T; Jacobsen, JA; Olafsson, K; Skirnisdottir, S; Dahle, G; Siegstad, H; Joensen, H; Curti, KL; Gregoire, F; Masse, J; Sveinsson, S; Danielsdottir, AK; Pampoulie, C The genetic composition of feeding aggregations of the Atlantic mackerel (Scomber scombrus) in the central north Atlantic: a microsatellite loci approach ICES JOURNAL OF MARINE SCIENCE 2020
Kvaavik, C; Oskarsson, GJ; Danielsdottir, AK; Marteinsdottir, G Diet and feeding strategy of Northeast Atlantic mackerel (Scombrus scomber) in Icelandic waters PLOS ONE 2019
Nikolioudakis, N; Skaug, HJ; Olafsdottir, AH; Jansen, T; Jacobsen, JA; Enberg, K Drivers of the summer-distribution of Northeast Atlantic mackerel (Scomber scombrus) in the Nordic Seas from 2011 to 2017; a Bayesian hierarchical modelling approach ICES JOURNAL OF MARINE SCIENCE 2019
Olafsdottir, AH; Utne, KR; Jacobsen, JA; Jansen, T; Oskarsson, GJ; Nottestad, L; Elvarsson, BT; Broms, C; Slotte, A Geographical expansion of Northeast Atlantic mackerel (Scomber scombrus) in the Nordic Seas from 2007 to 2016 was primarily driven by stock size and constrained by low temperatures DEEP-SEA RESEARCH PART II-TOPICAL STUDIES IN OCEANOGRAPH Y 2019
Olafsdottir, AH; Slotte, A; Jacobsen, JA; Oskarsson, GJ; Utne, KR; Nottestad, L Changes in weight-at-length and size-at-age of mature Northeast Atlantic mackerel (Scomber scombrus) from 1984 to 2013: effects of mackerel stock size and herring (Clupea harengus) stock size ICES JOURNAL OF MARINE SCIENCE 2016
Nottestad, L; Utne, KR; Oskarsson, GJ; Jonsson, ST; Jacobsen, JA; Tangen, O; Anthonypillai, V; Aanes, S; Volstad, JH; Bernasconi, M; Debes, H; Smith, L; Sveinbornsson, S; Holst, JC; Jansen, T; Slotte, A Quantifying changes in abundance, biomass, and spatial distribution of Northeast Atlantic mackerel (Scomber scombrus) in the Nordic seas from 2007 to 2014 ICES JOURNAL OF MARINE SCIENCE 2016
Oskarsson, GJ; Gudmundsdottir, A; Sveinbjornsson, S; Sigurosson, P Feeding ecology of mackerel and dietary overlap with herring in Icelandic waters MARINE BIOLOGY RESEARCH 2016
Jansen, T; Kristensen, K; van der Kooij, J; Post, S; Campbell, A; Utne, KR; Carrera, P; Jacobsen, JA; Gudmundssdottir, A; Roel, BA; Hatfield, EMC Nursery areas and recruitment variation of Northeast Atlantic mackerel (Scomber scombrus) ICES JOURNAL OF MARINE SCIENCE 2015