Ferill 986. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 2138  —  986. mál.




Svar


sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við fyrirspurn frá Ingu Sæland um rannsóknir á hrognkelsum.


    Leitað var upplýsinga hjá Hafrannsóknastofnun og byggjast svörin á þeim upplýsingum.

     1.      Hversu miklum fjármunum varði Hafrannsóknastofnun árlega til hrognkelsarannsókna á árunum 2015–2020?
    Rannsóknir Hafrannsóknastofnunar beinast æ meir að vistkerfum fremur en einstökum tegundum og eru rannsóknirnar skipulagðar á þann veg. Því er nokkrum annmörkum háð að svara spurningum um kostnað vegna rannsókna á einstakri tegund. Þá eru rannsóknaleiðangrar oft margþættir þar sem ýmsum ólíkum rannsóknum er sinnt með það að markmiði að tryggja sem besta notkun þess fjármagns sem stofnun hefur yfir að ráða.
    Sem dæmi fara stofnmælingar botnfiska fram í þremur leiðöngrum ásamt rannsóknum á öðrum þáttum vistkerfisins. Erfitt er að áætla þar kostnað á hverja tegund. Auk þess fara fram rannsóknir á þeim í öðrum leiðöngrum eins og rannsóknaleiðöngrum á rækju og á lífríki strandsjávar.
    Í rannsóknaleiðöngrum vegna uppsjávarfiska eru einnig víðtækar vistfræðirannsóknir, auk mælinga á umhverfisþáttum sjávar.
    Sama gildir um skrif sérfræðinga stofnunarinnar á ritrýndum greinum. Þær taka oft á mörgum tegundum, vistkerfum, ráðgjöf eða rannsóknaraðferðum og því erfitt að flokka skrifin eftir tegundum. Reynt er að gera það eins og kostur er.
    Fjármunir Hafrannsóknastofnunar sem fóru til hrognkelsarannsókna á árunum 2015–2020:

Ár 2015 2016 2017 2018 2019 2020
Millj. kr. 10,9 11,5 12,4 12,0 12,3 12,4
Ath. Inniheldur ekki samrekstur og stjórnun.

     2.      Hvaða verkefni sem lúta að rannsóknum á hrognkelsum hafa verið unnin á þessu árabili og hve miklir fjármunir voru veittir í hvert verkefni?
    Beinar hrognkelsarannsóknir eru á einu verkefni sem er tilgreint í töflunni hér á eftir. Hins vegar fást ýmis gögn um hrognkelsi frá öðrum rannsóknaverkefnum og kostnaður þeirra er settur á þau. Það er m.a. stofnmæling botnfiska að vori (grunnur að veiðiráðgjöf), netarall (gefur vísitölur) og uppsjávarvistkerfisleiðangur að sumri (gefur upplýsingar um magn og dreifingu hrognkelsa).

Verkefni 2015 2016 2017 2018 2019 2020
Hrognkelsarannsóknir 10,9 11,5 12,4 12,0 12,3 12,4

     3.      Hversu margar ritrýndar greinar um hrognkelsi eftir sérfræðinga Hafrannsóknastofnunar hafa birst í alþjóðlegum vísindaritum á framangreindu árabili, hver er titill greinanna og hvar birtust þær?
    Listi yfir ritrýndar greinar um hrognkelsi eftir sérfræðinga Hafrannsóknastofnunar á árunum 2015–2020 (alls 8):

Höfundar Heiti greinar Heiti tímarits Útgáfuár
Kennedy, J. and Ólafsson, H.G. Intra- and interannual variation in fecundity and egg size of lumpfish (Cyclopterus lumpus) in Iceland. FISHERIES BULLETIN 2020
Christensen-Dalsgaard, S.; Anker-Nilssen, T.; Crawford, R.; Bond, A.; Sigurðsson, G.M.; Glemarec, G.; Hansen, E.S.; Kadin, M.; Kindt-Larsen, L.; Mallory, M.; Merkel, F.R.; Petersen, A.; Provencher, J.; Baerum, K.M. What's the catch with lumpsuckers? A North Atlantic study of seabird bycatch in lumpsucker gillnet fisheries. BIOLOGICAL CONSERVATION 2019
Rusyaev, S.M.; Kennedy, J.; Orlov, A.M. Phenodeviants of the Lumpfish Cyclopterus lumpus (Cyclopteridae) and Their Survival. JOURNAL OF ICHTHYOLOGY 2019
Kennedy, J.; Durif, C.M.F.; Florin, A.B.; Frechet, A.; Gauthier, J.; Hussy, K.; Jonsson, S.T.; Ólafsson, H.G.; Post, S.; Hedeholm, R.B. A brief history of lumpfishing, assessment, and management across the North Atlantic. ICES JOURNAL OF MARINE SCIENCE 2019
Kennedy, J. Oocyte size distribution reveals ovary development strategy, number and relative size of egg batches in lumpfish (Cyclopterus lumpus). POLAR BIOLOGY 2018
Kennedy, J.; Jónsson, S.P. Do biomass indices from Icelandic groundfish surveys reflect changes in the population of female lumpfish (Cyclopterus lumpus)? FISHERIES RESEARCH 2017
Kennedy, J.; Jónsson, S.P.; Olafsson, H.G.; Kasper, J.M. Observations of vertical movements and depth distribution of migrating female lumpfish (Cyclopterus lumpus) in Iceland from data storage tags and trawl surveys. ICES JOURNAL OF MARINE SCIENCE 2016
Kennedy, J.; Jónsson, S.P.; Kasper, J.M.; Ólafsson, H.G. Movements of female lumpfish (Cyclopterus lumpus) around Iceland. ICES JOURNAL OF MARINE SCIENCE 2015