Ferill 992. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 2140  —  992. mál.




Svar


sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við fyrirspurn frá Ingu Sæland um strandveiðar árið 2020.


    Leitað var upplýsinga hjá Fiskistofu og byggjast svörin á þeim upplýsingum.

     1.      Hver var heildarviðmiðun afla og veiddur heildarafli í tonnum í strandveiðum árið 2020?
    Heildarviðmiðun afla á strandveiðum árið 2020 var 10.720 tonn af þorski, 1.000 tonn af ufsa og 100 tonn af karfa. Alls 11.820 tonn af óslægðum botnfiski.
    Veiddur afli á strandveiðum árið 2020 var 10.752 tonn af þorski, 985 tonn af ufsa, 91 tonn af karfa og aðrar tegundir 32 tonn. Alls 11.860 tonn af óslægðum botnfiski.

     2.      Hvernig skiptist heildaraflinn í þorsk, ufsa, karfa, ýsu, steinbít og annað í prósentum og tonnum? Tölur óskast eftir svæðum og fyrir landið allt.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.







Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.

















    Vakin er athygli á að upplýsingar um fjölda strandveiðibáta, afla þeirra og skiptingu hans milli fisktegunda, mánaða og strandveiðisvæða eru aðgengilegar á vef Fiskistofu:
     www.fiskistofa.is/veidar/aflastada/strandveidi/



     3.      Hver var fjöldi landana á hverju svæði fyrir sig?
    7.612 landanir voru á svæði A, 3.757 landanir voru á svæði B, 3.025 landanir á svæði C og 3.717 landanir á svæði D. Alls voru landanir 18.107.

     4.      Hvert var hlutfall hvers svæðis af heildarviðmiði?

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.











     5.      Hver var fjöldi báta á strandveiðum á hverju svæði og samtals á landinu öllu?

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.










     6.      Hver var hlutfallsleg skipting bátagerða, þ.e. smábáta í aflamarki, krókaaflamarki og báta eingöngu á strandveiðum?

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.








     7.      Hver var heildarumframafli í þorski „yfir skammt“ í tonnum? Hversu hátt hlutfall var þetta af heildarkvóta? Hvert var hlutfall þessara tilvika í heildarfjölda landana? Hversu há upphæð var innheimt í ríkissjóð vegna umframafla?
    Heildarumframafli í þorski „yfir skammt“ var 172 tonn.
    Umframafli í þorski var 1,6% af heildarveiðum í þorski.
    2,9% af löndunum voru „yfir skammti“.
    Rúmar 43 millj. kr. voru innheimtar í ríkissjóð vegna umframafla á strandveiðum 2020.

     8.      Hvert var heildaraflaverðmæti strandveiða þorsks, ufsa, karfa og ýsu skipt eftir svæðum og samtals? Hver voru meðalverðmæti þessara tegunda í strandveiðunum á öllu landinu og skipt eftir svæðum?
    Ekki hafa borist ráðstöfunarskýrslur fyrir 639 tonnum og gögn um ágústmánuð eru óstaðfest.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.















     9.      Hversu mikið af heildarafla af strandveiðum var selt í gegnum fiskmarkaði?
    Ekki hafa borist ráðstöfunarskýrslur fyrir 639 tonnum og ágúst óstaðfestur.
    8.284 tonn hafa farið á markað auk 575 tonna af VS-ufsa.

     10.      Hversu mikið af heildarafla af strandveiðum var selt til fiskvinnslna samkvæmt samningi um byggðakvóta á hverju veiðisvæði A–D?
    130 strandveiðibátar fengu byggðakvóta og 77 þeirra voru með fiskvinnslusamning. Það er ekki haldið utan um hvaða afli er strandveiðiafli og er notaður sem mótframlag til byggðakvóta.