Ferill 1004. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 2141  —  1004. mál.
Svar


heilbrigðisráðherra við fyrirspurn frá Gunnari Braga Sveinssyni um fjölda og ríkisfang kórónuveirusmitaðra og ástæðu komu þeirra til landsins.


     1.      Hver er skipting þeirra sem greinst hafa með innanlandssmit af kórónuveiru eftir ríkisfangi?
    Skráningu á ríkisfangi þeirra sem greinst hafa með Covid-19 hérlendis vantar oft en hins vegar hefur lögheimili verið skráð í þessum tilvikum. Þann 18. september 2020 var skipting innanlandssmita eftir lögheimili sem hér segir:

Lögheimili Fjöldi
Ástralía 2
Bandaríkin 1
Bandaríkin 1
Bretland 9
Danmörk 8
Frakkland 1
Ísland 2.075
Lúxemborg 1
Noregur 2
Rúmenía 2
Spánn 3
Sviss 1
Svíþjóð 3
Útlönd 1
Þýskaland 1
(Óskráð) 2
Alls 2.113

     2.      Hver er skipting þeirra sem greinst hafa með smit á landamærum eftir ríkisfangi?
    Ríkisfang var skráð hjá 110 af 119 einstaklingum sem höfðu greinst á landamærum, til 18. september 2020.

Ríkisfang Fjöldi
Albanía 4
Austurríki 1
Bandaríkin 1
Bosnía og Hersegóvína 2
Bretland 3
Erítrea 1
Filippseyjar 2
Frakkland 5
Holland 1
Írak 2
Íran 1
Ísland 32
Ítalía 1
Króatía 3
Líbanon 1
Makedónía 1
Norður-Makedónía 1
Pakistan 1
Pólland 23
Rúmenía 13
Rússland 1
Svartfjallaland 1
Sviss 1
Svíþjóð 1
Tékkland 4
Ungverjaland 3
Ekki skráð 9
Alls 119

     3.      Hvernig skiptast þeir sem greinst hafa með smit á landamærum eftir ástæðu fyrir komu til landsins:
                  a.      Íslendingar að flytja heim,
                  b.      Íslendingar að koma úr ferðalagi,
                  c.      erlendir ferðamenn,
                  d.      erlendir ríkisborgarar í atvinnuleit,
                  e.      erlendir ríkisborgarar að sækja um hæli eða alþjóðlega vernd,
                  f.      erlendir ríkisborgarar sem hafa viðkomu á Íslandi,
                  g.      erlendir ríkisborgarar með dvalarleyfi á Íslandi,
                  h.      farandverkamenn,
                  i.      námsmenn,
                  j.      önnur ástæða?

    Þessum upplýsingum er ekki safnað.

     4.      Hvernig skiptast þeir sem greinst hafa með smit á landamærum eftir ríkisfangi í flokki c–j og hvernig dreifast smitin á milli mánaða?
    Þessum upplýsingum er ekki safnað.

     5.      Hver er skipting þeirra sem eru í sóttkví heima fyrir og þeirra sem eru í sóttkví í húsnæði á vegum ríkisins (sóttvarnahúsum) eftir ríkisfangi?
    Ekki er safnað upplýsingum um ríkisfang þeirra sem eru í sóttkví heima fyrir. Þann 15. september 2020 skiptust einstaklingar í sóttvarnahúsum eftir ríkisfangi sem hér segir:

Einangrun Sóttkví
Afganistan 0 1
Bretland 0 1
Írak 0 3
Ísland 0 3
Marokkó 0 1
Pakistan 0 1
Palestína 0 5
Pólland 1 1
Rúmenía 1 0
Sómalía 0 3
Tékkland 1 0
Ungverjaland 1 0
Samtals 4 19