Ferill 474. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 2142  —  474. mál.
Svar


heilbrigðisráðherra við fyrirspurn frá Jóni Þór Ólafssyni um bætur fyrir mistök í heilbrigðisþjónustu.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hversu margir hafa hlotið bætur vegna mistaka í heilbrigðisþjónustu síðustu 10 ár samkvæmt þeim gögnum sem ríkislögmaður hefur yfir að ráða:
    a.     á grundvelli dóms,
    b.     á grundvelli dómsáttar eða sáttar,
    c.     vegna ákvörðunar annarra stjórnvalda en Sjúkratrygginga Íslands?

    Áætlað er að um 173 aðilar hafi beint kröfu að íslenska ríkinu sl. 10 ár. Stundum eru fleiri en einn aðili að baki hverri kröfu.
     a.      Á síðastliðnum 10 árum hafa 20 dómar fallið þar sem aðila eða aðilum hafa verið dæmdar bætur, íslenska ríkið hefur verið sýknað í 20 málum og tíu málum er ólokið.
     b.      Á síðastliðnum 10 árum hefur sex dómsmálum lokið með dómsátt og 48 bótakröfum hefur lokið með samkomulagi um greiðslu bóta. Bótaskyldu hefur verið hafnað í 35 bótakröfum. Um 20 bótakröfur eru óafgreiddar.
     c.      Ríkislögmaður hefur ekki þessar upplýsingar.