Ferill 976. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 2150  —  976. mál.




Svar


utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra við fyrirspurn frá Ingu Sæland um sendiráð og ræðismenn erlendra ríkja og ríkjasambanda á Íslandi.


     1.      Hvaða erlendu ríki og ríkjasambönd eru með sendiráð á Íslandi og hvenær voru þau stofnuð?
    1.     Sendiráð Bandaríkjanna, stofnað 1941. 1
    2.     Sendiráð Bretlands, stofnað 1940.
    3.     Sendiráð Danmerkur, stofnað 1919. 2
    4.     Sendiráð Finnlands, stofnað 1982.
    5.     Sendiráð Frakklands, stofnað 1947.
    6.     Sendiráð Indlands, stofnað 2008.
    7.     Sendiráð Japans, stofnað 2001.
    8.     Sendiráð Kanada, stofnað 2002.
    9.     Sendiráð Kína, stofnað 1972.
    10.     Sendiráð Noregs, stofnað 1940.
    11.     Sendiráð Póllands, stofnað 2013.
    12.     Sendiráð Rússlands, stofnað 1944. 3
    13.     Sendiráð Svíþjóðar, stofnað 1944.
    14.     Sendiráð Þýskalands, stofnað 1952. 4
    15.     Sendiskrifstofa Evrópusambandsins, stofnuð 2010.
    16.     Sendiskrifstofa Færeyja, stofnuð 2007.
    17.     Sendiskrifstofa Grænlands, stofnuð 2018.
    18.     Útibú sendiráðs Spánar (í Osló) opnaði í Reykjavík árið 2019.

     2.      Hverjir eru sendiherrar fyrrgreindra ríkja og hvenær hófu þeir störf hér á landi?
    1.     Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna, 2. júlí 2019.
    2.     Michael Nevin, sendiherra Bretlands, 20. september 2016.
    3.     Eva Egesborg Hansen, sendiherra Danmerkur, 20. september 2018.
    4.     Ann-Sofie Stude, sendiherra Finnlands, 10. september 2018.
    5.     Graham Paul, sendiherra Frakklands, 10. október 2017.
    6.     T. Armstrong Changsan, sendiherra Indlands, 28. ágúst 2018.
    7.     Hitoshi Ozawa, sendiherra Japans, 5. maí 2020.
    8.     Anne-Tamara Lorre, sendiherra Kanada, 27. september 2016.
    9.     Jin Zhijian, sendiherra Kína, 13. febrúar 2018.
    10.     Aud Lise Norheim, sendiherra Noregs, 1. október 2019.
    11.     Gerard Slawomir Pokruszynski, sendiherra Póllands, 23. janúar 2018.
    12.     Anton V. Vasiliev, sendiherra Rússlands, 12. maí 2014.
    13.     Pär Ahlberger, verðandi sendiherra Svíþjóðar (Agrée 20. júlí 2020).
    14.     Dietrich Becker, sendiherra Þýskalands, 7. október 2019.
    15.     Lucie Samcová-Hall Allen, verðandi sendiherra Evrópusambandsins (Agrée 22. júní 2020).
    16.     Samuel Peter Petersen, forstöðumaður sendiskrifstofu Færeyja, 1. september 2015.
    17.     Jacob Isbosethsen, forstöðumaður sendiskrifstofu Grænlands, 1. október 2018.
    18.     María Pérez de Armiñán, sendifulltrúi, útibú sendiráðs Spánar, 14. ágúst 2019.

     3.      Hver er starfsmannafjöldi hvers sendiráðs hér á landi?

Sendiskrifstofa Fjöldi starfsmanna
Sendiráð Bandaríkjanna 7
Sendiráð Bretlands 2
Sendiráð Danmerkur 2
Sendiráð Finnlands 3
Sendiráð Frakklands 5
Sendiráð Indlands 7
Sendiráð Japans 6
Sendiráð Kanada 2
Sendiráð Kína 10
Sendiráð Noregs 2
Sendiráð Póllands 6
Sendiráð Rússlands 7
Sendiráð Svíþjóðar 2
Sendiráð Þýskalands 5
Sendiskrifstofa Evrópusambandsins 4
Sendiskrifstofa Færeyja 1
Sendiskrifstofa Grænlands 1
Útibú sendiráðs Spánar 1

     4.      Hvernig hefur starfsmannafjöldi hvers sendiráðs þróast frá stofnun þess hér á landi?

Sendiskrifstofa 1942 1953 1962 1982 1992 2002 2010 2020
Sendiráð Bandaríkjanna 7 8 8 8 8 7 9 7
Sendiráð Bretlands 6 3 4+1 5 3 3 2 2 2
Sendiráð Danmerkur 1 3 2 2 4 3 3 2
Sendiráð Finnlands 3+1 6 2 2 3
Sendiráð Frakklands 1 7 2 3+1 8 5 3 6 5 5
Sendiráð Indlands 4 7
Sendiráð Japans 2 2 6
Sendiráð Kanada 2 1 2
Sendiráð Kína 7 6 +1 9 5 7 10
Sendiráð Noregs 4 2 2 2 3 3 3 2
Sendiráð Póllands 2+1 10 1+1 11 1+1 12 6
Sendiráð Rússlands 3 7 15 12 7 8 7
Sendiráð Svíþjóðar 1 2 2 2 2 3 2
Sendiráð Þýskalands 3 13 4 14 4 15 /2+1 16 5 4 5 5
Sendiskrifstofa Evrópusambandsins 2 4
Sendiskrifstofa Færeyja 1 1
Sendiskrifstofa Grænlands 1
Útibú sendiráðs Spánar 1

     5.      Hvaða erlendu ríki hafa ræðismenn hér á landi?
    Austurríki, Bangladess, Belgía, Botsvana, Brasilía, Búlgaría, Danmörk, Dóminíska lýðveldið, Eistland, Filippseyjar, Finnland, Frakkland, Grikkland, Gínea-Bissá, Holland, Indónesía, Írland, Ísrael, Jórdanía, Kasakstan, Suður-Kórea, Króatía, Kýpur, Litháen, Lúxemborg, Makedónía, Marokkó, Mexíkó, Nepal, Níkaragva, Noregur, Perú, Portúgal, Rúmenía, Rússland, Serbía, Seychelleseyjar, Slóvakía, Slóvenía, Spánn, Srí Lanka, Svíþjóð, Sviss, Taíland, Tékkland, Tógó, Tyrkland, Ungverjaland, Úganda, Úrúgvæ og Þýskaland.

     6.      Hverjir eru ræðismenn einstakra ríkja og hvenær hófu þeir störf hér á landi?

Land Nafn ræðismanns Staðsetning Skipunarár
Austurríki Árni Siemsen Reykjavík 1980
Bangladess Stefán Sigurður Guðjónsson Reykjavík 1995
Belgía Magnús R. Magnússon Reykjavík 2012
Botsvana Eyþór Arnalds Reykjavík 1997
Brasilía Kristján Þórarinn Davíðsson Reykjavík 2011
Búlgaría Sigríður Ingvarsdóttir Reykjavík 2011
Danmörk Helgi Jóhannesson Akureyri 2001
- " - Jóna Símonía Bjarnadóttir Ísafjörður 2009
- " - Jóhann Jónsson Seyðisfjörður 2017
Dóminíska lýðveldið Lára B. Pétursdóttir Reykjavík 2004
Eistland Pétur Már Jónsson Reykjavík 2017
Filippseyjar Maria Priscilla Zanoria Reykjavík 2006
Finnland Einar Jónatansson Bolungarvík 2002
Frakkland Ólafur Rúnar Ólafsson Akureyri 2009
- " - Elísabet Gunnarsdóttir Ísafjörður 2017
- " - Hulda Guðnadóttir Reyðarfjörður 2014
Grikkland Rafn A. Sigurðsson Kópavogur 2006
Gínea-Bissá Geir Gunnlaugsson Reykjavík 2012
Holland Bernhard Þór Bernhardsson Reykjavík 2019
Indónesía Andrés Jónsson Reykjavík 2019
Írland Jens Þórðarson Reykjavík 2019
Ísrael Páll Arnór Pálsson Reykjavík 1993
Jórdanía Samir Hasan Garðabær 2003
Kasakstan Gunnar S. Friðriksson Kópavogur 2016
Suður-Kórea Gísli Guðmundsson Reykjavík 1995
- " - Erna Gísladóttir Seltjarnarnes 2002
Króatía Hallgrímur Ólafsson Kópavogur 1998
Kýpur Arna Bryndís Baldvins McClure Reykjavík 2017
Litháen Inga Minelgaité Reykjavík 2020
Lúxemborg Bjarni Markússon Garðabær 2014
Makedónía Saso Andonov Seltjarnarnes 2010
Marokkó Gísli Kr. Björnsson Reykjavík 2018
Mexíkó Halldór Guðmundsson Reykjavík 2015
Nepal Knútur Óskarsson Kópavogur 2019
Níkaragva Margrét S. Björnsdóttir Reykjavík 2002
Noregur Ólafur Jónsson Akureyri 2008
- " - Birna Lárusdóttir* Ísafjörður 2010
- " - Jóhann Jónsson Seyðisfjörður 2004
- " - Páll Marvin Jónsson Vestmannaeyjar 2001
Perú Guðríður Sigurðardóttir Reykjavík 2018
Portúgal Helga Lára Guðmundsdóttir Reykjavík 2007
Rúmenía Jafet S. Ólafsson Reykjavík 2007
Rússland Ólafur Ágúst Andrésson Sauðárkrókur 2014
Serbía Ármann Kojic Reykjavík 2018
Seychelleseyjar Jón Kristinn Snæhólm Reykjavík 2001
Slóvakía Runólfur Oddsson Kópavogur 2001
Slóvenía Ásta Sigríður Fjeldsted Reykjavík 2019
Spánn Inga Lind Karlsdóttir Reykjavík 2020
Srí Lanka Ágúst Þór Jónsson Reykjavík 2004
Svíþjóð Eva Charlotte Halapi Akureyri 2020
- " - Birna Lárusdóttir* Ísafjörður 2015
- " - Pétur Kristjánsson Seyðisfjörður 2011
Sviss Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir Reykjavík 1996
Taíland Anna M.Þ. Ólafsdóttir Reykjavík 2012
Tékkland Ögmundur Skarphéðinsson Reykjavík 2015
Tógó Njörður P. Njarðvík Garðabær 2002
Tyrkland Gunnar Tryggvason Reykjavík 2013
Ungverjaland Krisztina Györfi Agueda Seltjarnarnes 2018
Úganda Elías Skúli Skúlason Reykjavík 2018
Úrúgvæ Erlendur Gíslason Reykjavík 2015
Þýskaland Adolf Guðmundsson Seyðisfjörður 1995

    Alls fóru sex vinnustundir í að taka þetta svar saman.
1    Úr ræðisskrifstofu í sendiráð, stjórnað af sendifulltrúa, árið 1941 en varð að sendiráði árið 1955.
2    Sendiskrifstofa til 1944.
3    Sendiráð Sovétríkjanna til 1991.
4    Sendiráð Þýska Alþýðulýðveldisins starfaði á árunum 1973–1990.
5    Einn starfsmaður í Helsinki.
6    Einn starfsmaður í Osló.
7    Delegate of Free France.
8    Einn starfsmaður í Kaupmannahöfn.
9    Sendiherra í Kaupmannahöfn.
10    Sendiherra í Osló.
11    Sendiherra í Osló.
12    Sendiherra í Osló.
13    Sambandslýðveldið Þýskaland.
14    Sambandslýðveldið Þýskaland.
15    Sambandslýðveldið Þýskaland með 4 starfsmenn.
16    Alþýðulýðveldið Þýskaland með 2 starfsmenn í Reykjavík og sendiherra í Osló.