Ferill 58. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 58  —  58. mál.
Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um þjónustu við heyrnar- og sjónskerta.

Frá Silju Dögg Gunnarsdóttur.


     1.      Telur ráðherra að mögulegt sé að sameina þjónustu Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands og Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu svo að hægt sé að samræma reglur um niðurgreiðslu á hjálpartækjum og veita öllum sambærilega þjónustu?
     2.      Hver er rökstuðningurinn fyrir því að hafa þessar tvær einingar aðskildar?


Skriflegt svar óskast.