Ferill 59. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 59  —  59. mál.
Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um vinnu utan starfsstöðva.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


     1.      Hefur ráðuneytið lagt mat á þá reynslu sem hefur fengist af fjarvinnu opinbers starfsfólks meðan á aðgerðum hefur staðið vegna heimsfaraldurs kórónuveiru, þar á meðal hvort álag hafi lagst með ólíkum hætti á kynin?
     2.      Telur ráðherra að kjaraumhverfi hins opinbera endurspegli að óbreyttu ólíkt álag við vinnu á starfsstöð og við fjarvinnu á heimili?
     3.      Telur ráðherra ástæðu til að setja stofnunum sérstök viðmið um það hvaða vinnuaðstöðu þurfi að láta starfsfólki í té þegar því er í auknum mæli beint í fjarvinnu heiman frá sér?
     4.      Taka kjarasamningar tillit til óhagræðis starfsfólks af þátttöku í fundum erlendis, þegar óhagræðið felst ekki í ferðalögum vegna funda á staðnum heldur þátttöku í fjarfundum sem sökum tímamismunar falla utan hefðbundins vinnutíma?


Skriflegt svar óskast.