Ferill 61. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 61  —  61. mál.
Fyrirspurn


til umhverfis- og auðlindaráðherra um loftslagsstefnu opinberra aðila.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


     1.      Hversu margar stofnanir ríkisins, fyrirtæki í meirihlutaeigu ríkisins og sveitarfélög hafa sett sér loftslagsstefnu í samræmi við 5. gr. c laga um loftslagsmál, nr. 70/2012?
     2.      Til hvaða aðgerða hefur verið gripið til að tryggja að stofnanir ríkisins, fyrirtæki í meirihlutaeigu ríkisins og sveitarfélög sem enn eiga eftir að setja sér loftslagsstefnu geri það?
     3.      Telur ráðherra það koma til álita að beina því til stofnana ríkisins, fyrirtækja í meirihlutaeigu ríkisins og sveitarfélaga að þáttur í loftslagsstefnu verði að gefa starfsfólki aukinn kost á fjarvinnu og að hluti af starfi í stjórnum, ráðum og nefndum fari fram á fjarfundum?
     4.      Hefur Stjórnarráð Íslands gert það hluta af loftslagsstefnu sinni að liðka fyrir fjarvinnu starfsfólks og fjarfundum sem hluta af starfi í stjórnum ráðum og nefndum á vegum ráðuneyta?