Ferill 69. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 69  —  69. mál.
Fyrirspurn


til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um laxa- og fiskilús.

Frá Ingu Sæland.


     1.      Hefur Matvælastofnun fengið tilkynningu frá dýralækni um tilvik laxa- og fiskilúsar, í samræmi við reglugerð um tilkynningar- og skráningarskylda dýrasjúkdóma, á tímabilinu frá 1. janúar 2019 til 30. september 2020?
     2.      Hefur lyfjum eða eitri gegn laxalús verið beitt í sjókvíaeldi hér við land frá 1. janúar 2019 til 30. september 2020? Ef svo er, hversu oft, hvenær, hvar, hjá hvaða fyrirtæki, hvaða lyfjum og/eða eitri var beitt og hvert var magn lyfsins eða eitursins sem beitt var í hverju tilviki fyrir sig?


Skriflegt svar óskast.