Ferill 70. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 70  —  70. mál.
Fyrirspurn


til ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um Nýsköpunarmiðstöð Íslands.

Frá Guðjóni S. Brjánssyni.


     1.      Hvernig sér ráðherra fyrir sér skipulag nýsköpunarmála og frumkvöðlastarfs í kjölfar þess að Nýsköpunarmiðstöð Íslands (NMÍ) verður lögð niður um áramót?
     2.      Hver er stefna ráðherra um upplýsinga- og leiðbeiningarþjónustu handa frumkvöðlum og fyrirtækjum í ljósi yfirlýsinga um mikilvægi málaflokksins, sérstaklega að því er snertir landsbyggðina?
     3.      Hvernig verður tryggt að eftir áformaðar breytingar verði umgjörð nýsköpunar- og frumkvöðlastarfs jafn traust og í þeim löndum sem Íslendingar bera sig helst saman við?
     4.      Hvernig verður þeim fjármunum varið sem áður runnu til NMÍ?
     5.      Missa allir starfsmenn NMÍ störf sín?
     6.      Hvenær líta tillögur tveggja ráðuneyta um tilfærslu verkefna sem áður tilheyrðu Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins, svo sem umfangsmiklar rannsóknir á mygluvanda í íslenskum byggingum, dagsins ljós?