Ferill 71. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 71  —  71. mál.
Fyrirspurn


til félags- og barnamálaráðherra um einstaklinga með greindan hegðunarvanda eftir heilaskaða.

Frá Hönnu Katrínu Friðriksson.


     1.      Hversu margir einstaklingar eru með greindan hegðunarvanda eftir heilaskaða?
     2.      Telur ráðherra atferlistengda taugaendurhæfingu fyrir fólk með hegðunarvanda eftir heilaskaða falla undir lög nr. 38/2018, um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, og vera þar af leiðandi á ábyrgð sveitarfélaga að veita þá þjónustu? Telur ráðherra að einstaklingur í slíkri endurhæfingu falli ekki undir viðmið fyrir fötlun eins og þau eru skilgreind samkvæmt lögum?
     3.      Hversu margir sérfræðingar í heilaskaða starfa hjá stofnunum sem heyra undir ráðuneytið?
     4.      Hvaða úrræði, ætluð fólki með hegðunarvanda eftir heilaskaða, eru í boði innan félagslega kerfisins?


Skriflegt svar óskast.