Ferill 77. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 77  —  77. mál.
Fyrirspurn


til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um sölu og nýtingu matvöru.

Frá Ara Trausta Guðmundssyni.


     1.      Telur ráðherra æskilegt, með minni matarsóun að markmiði, að stuðlað verði að opnun matvælamarkaða þar sem framleiðendur selja vörur við góðar aðstæður og neytendur geta keypt eftir vigt?
     2.      Kæmi til greina að mati ráðherra að skylda matvöruverslanir yfir tiltekinni stærð til að semja við góðgerðasamtök, svo dæmi sé tekið, um nýtingu vara sem eru á síðasta söludegi og eru til þess fallnar að nýtast betur?


Skriflegt svar óskast.