Ferill 117. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 118  —  117. mál.
Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um tafir á aðgerðum og biðlista.

Frá Hönnu Katrínu Friðriksson.


     1.      Telur ráðherra koma til greina að Sjúkratryggingar Íslands semji við sjálfstætt starfandi lækna til að vinna niður biðlista fyrir mikilvægar aðgerðir á borð við liðskiptaaðgerðir?
     2.      Til hvaða ráðstafana hefur ráðherra gripið til þess að bregðast við töfum á aðgerðum vegna ferðatakmarkana og þess álags á heilbrigðiskerfið sem hefur fylgt heimsfaraldri COVID-19?