Ferill 153. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 154  —  153. mál.
Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um setningar og skipanir í embætti hjá löggæslustofnunum og stofnunum sem fara með ákæruvald.

Frá Birni Leví Gunnarssyni.


     1.      Hversu margir voru settir tímabundið í embætti sem millistjórnendur og yfirmenn hjá löggæslustofnunum og stofnunum sem fara með ákæruvald á tímabilinu 1. janúar 2010 til 31. desember 2019, sbr. 24. gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996?
     2.      Hversu margir hlutu á sama tímabili skipun í embætti millistjórnenda og yfirmanna hjá þessum stofnunum, sbr. 23. gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins?
     3.      Hversu oft hlaut sá skipun í embætti sem áður hafði verið settur tímabundið í embættið eftir að staðan var auglýst?
    Svör óskast sundurliðuð eftir stofnunum og árum.


Skriflegt svar óskast.