Ferill 169. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 170  —  169. mál.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um fjölda sjúkrarýma á Landspítala.

Frá Ingu Sæland.


     1.      Hve mörg sjúkrarými eru á Landspítalanum við Hringbraut?
     2.      Hve margir hafa dvalið í sjúkrarýmum á Landspítalanum á síðastliðnum tveimur árum vegna þess að ekki er hægt að útskrifa þá sökum plássleysis á öðrum stofnunum og hversu lengi hafa þeir þurft að dvelja þar af þeim sökum?
     3.      Eru til mismunandi tegundir sjúkrarýma á Landspítalanum við Hringbraut? Ef svo er, hvaða tegundir sjúkrarýma eru í notkun og hve mörg eru í notkun af hverri tegund?
     4.      Hvað er áætlað að rekstur sjúkrarýmis kosti á dag?
     5.      Hve mörg verða sjúkrarýmin á nýjum Landspítala við Hringbraut?
     6.      Hvernig munu sjúkrarýmin á nýjum Landspítala skiptast í tegundir og hver verður fjöldi hverrar tegundar?


Skriflegt svar óskast.