Ferill 170. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 171  —  170. mál.




Fyrirspurn


til félags- og barnamálaráðherra um úthlutun styrkja til félaga- og hjálparsamtaka.

Frá Ingu Sæland.


     1.      Hefur verið úthlutað þeim 40 millj. kr. sem ákveðið var í fjáraukalögum, sem samþykkt voru 30. mars sl., að ráðstafa til hjálparsamtaka sem styðja fólk í vinnu gegn kvíða og einmanaleika? Ef svo er, hvaða hjálparsamtök hafa fengið styrki og hversu háa styrki hafa hver samtök fengið?
     2.      Hefur verið úthlutað þeim 25 millj. kr. sem ákveðið var í fjáraukalögum, sem samþykkt voru 11. maí sl., að ráðstafa til félagasamtaka sem styðja viðkvæma hópa í samfélaginu? Ef svo er, hvaða félagasamtök hafa fengið styrki og hversu háa styrki hafa hver samtök fengið?
     3.      Á hvaða forsendum er ákvörðun tekin um það hvaða samtök fái styrki í þessum tilfellum?
     4.      Eru einhver samtök sem sóttu um styrki frá ráðuneytinu vegna fjárheimildanna og fengu ekki?


Skriflegt svar óskast.