Ferill 172. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 173  —  172. mál.




Fyrirspurn


til mennta- og menningarmálaráðherra um sekta- og bótagreiðslur Ríkisútvarpsins.

Frá Bergþóri Ólasyni.


     1.      Hvað hefur Ríkisútvarpið greitt mikið í sekta- eða bótagreiðslur 2007–2019, hér á landi og erlendis, til einstaklinga eða lögaðila, vegna niðurstöðu dómstóla eða samninga sem gerðir hafa verið vegna deilumála sem upp hafa komið?
     2.      Hver hefur kostnaður verið við rekstur slíkra mála, svo sem vegna lögfræðiráðgjafar?
     3.      Hvað hefur vinna starfsmanna Ríkisútvarpsins við málin kostað?
    Óskað er eftir að upplýsingarnar verði sundurgreindar fyrir ár hvert eftir fjölda mála, meðalfjárhæð og hæstu fjárhæð greiðslu, á verðlagi hvers árs og uppreiknað miðað við núverandi verðlag.


Skriflegt svar óskast.