Ferill 174. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Prentað upp.

Þingskjal 175  —  174. mál.
Breyttur texti.




Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um einangrun fanga.

Frá Helga Hrafni Gunnarssyni.


     1.      Við hvaða skilgreiningu á einangrun er stuðst í réttarvörslukerfinu?
     2.      Telst þriggja mánaða dvöl fanga á öryggisdeild án samneytis við aðra fanga vera einangrun?
     3.      Fór fram könnun á mögulegum andlegum afleiðingum allt að þriggja mánaða einangrunarvistunar á öryggisdeild áður en reglur um slíkar deildir voru settar, sbr. 4. gr. reglugerðar nr. 240/2018 um fullnustu refsinga?
     4.      Telur ráðherra tímabært að endurskoða reglur um vistun á öryggisdeild?


Skriflegt svar óskast.