Ferill 175. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 176  —  175. mál.
Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um agaviðurlög fanga.

Frá Helga Hrafni Gunnarssyni.


     1.      Hversu margir fangar voru beittir agaviðurlögum eftir að vímuefni mældust í þvagi þeirra árin 2010–2020, sundurliðað eftir árum og fangelsum?
     2.      Hver var kostnaður Fangelsismálastofnunar vegna töku þvagprufa og úrvinnslu þeirra í fangelsum landsins árin 2010–2020, sundurliðað eftir árum og fangelsum?


Skriflegt svar óskast.